Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 21. september 2019 17:41
Sverrir Örn Einarsson
Sindri: Mjög sætt að skemma þetta fyrir þeim
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur.
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Það var mjög sætt að skemma þetta fyrir þeim og mjög skemmtilegt að hafa áhrif á deildina. Þetta er búið að vera mjög mikið upp og niður tímabil en við lærum bara af þessu og 34 stig þegar upp er staðið er allt í lagi með þetta lið.“

Sagði Sindri Kristinn Ólafsson markmaður Keflavíkur eftir sigur liðins á Fjölni sem gerði það að verkum að sigurlaunin fyrir sigur í Inkasso deildinni féllu í skaut Gróttu.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Fjölnir

Keflavík stýrði ferðinni því sem næst allan leikinn og var leikgleði einkennandi fyrir leik þeira í dag. Líklega þeirra besti leikur í sumar í það minnsta á heimavelli.

„Mér fannst þeir ekki eiga séns í okkur. Mér fannst við miklu betri. Þeir áttu kannski tíu mínútur korter í leiknum þar sem þeir eiga tvö færi en annars eigum við stangarskot og Atli er að verja og mér fannst við ekki sjá munin á liðunum að við værum að keppa við lið sem var að fara upp.“

Lærdómsríkt sumar að baki fyrir ungt lið Keflavíkur og stefnan væntanlega sett hærra næsta sumar?

„Liðið er ungt en eins og ég sagði í viðtali fyrr í sumar þá er það ekki afsökun en við erum að læra og það er að sjást á leikjunum sem við erum að eiga sem eru góðir .“

Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner