Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 21. september 2019 17:41
Sverrir Örn Einarsson
Sindri: Mjög sætt að skemma þetta fyrir þeim
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur.
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Það var mjög sætt að skemma þetta fyrir þeim og mjög skemmtilegt að hafa áhrif á deildina. Þetta er búið að vera mjög mikið upp og niður tímabil en við lærum bara af þessu og 34 stig þegar upp er staðið er allt í lagi með þetta lið.“

Sagði Sindri Kristinn Ólafsson markmaður Keflavíkur eftir sigur liðins á Fjölni sem gerði það að verkum að sigurlaunin fyrir sigur í Inkasso deildinni féllu í skaut Gróttu.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Fjölnir

Keflavík stýrði ferðinni því sem næst allan leikinn og var leikgleði einkennandi fyrir leik þeira í dag. Líklega þeirra besti leikur í sumar í það minnsta á heimavelli.

„Mér fannst þeir ekki eiga séns í okkur. Mér fannst við miklu betri. Þeir áttu kannski tíu mínútur korter í leiknum þar sem þeir eiga tvö færi en annars eigum við stangarskot og Atli er að verja og mér fannst við ekki sjá munin á liðunum að við værum að keppa við lið sem var að fara upp.“

Lærdómsríkt sumar að baki fyrir ungt lið Keflavíkur og stefnan væntanlega sett hærra næsta sumar?

„Liðið er ungt en eins og ég sagði í viðtali fyrr í sumar þá er það ekki afsökun en við erum að læra og það er að sjást á leikjunum sem við erum að eiga sem eru góðir .“

Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner