Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
„Ógeðslega erfitt“ að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mán 21. september 2020 22:30
Anton Freyr Jónsson
Aron Bjarna: Getur skorað upp úr engu
Aron Bjarnason var geggjaður í kvöld.
Aron Bjarnason var geggjaður í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Bjarnason var frábær í liði Vals í kvöld og skoraði tvö mörk og lagði upp í stórsigri Vals á Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ.

„Við erum mjög ánægðir, við verðum að vera það og við bara byrjuðum af miklum krafti, ætluðum að pressa á þá frá byrjun og það heppnaðist fullkomnlega og vorum komnir með góða forustu eftir þrjátíu mínútur."

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  5 Valur

Valsmenn fara með 5-0 inn í hálfleikinn og slaka aðeins á í þeim síðari. Hvert var uppleggið hjá Heimi fyrir síðari hálfleikinn?

„Við ætluðum að halda áfram og ég held að Siggi hafi skorað löglegt mark í byrjun síðari hálfleiks en síðan kannski bara er það einhverneigin eðlið að þegar þú ert með 5-0 forustu þá ertu kannski ekki að sækja af miklum krafti og þegar leið á seinni hálfleikinn var það svolítið svoleiðis."

Aron og Pedrick Pedersen ná gríðarlega vel saman í sóknarleik og var Aron spurður hvort það væri ekki gott að spila með mann eins og Patrick hliðin á sér.

„Hann er náttúrlega bara frábær senter og algjör draumur. Getur skorað upp úr engu og lagði líka upp gott mark fyrir mig þannig það er bara algjör draumur."

Valsmenn eru komnir með níu sigurleiki í röð og menn hljóta að vera farnir að horfa á Íslandsmeistaratitilinn.

„Nei við getum ekki farið að gera það strax. Við eigum FH í næsta leik og þeir eru búnir að vinna haug af leikjum í röð þannig það verður hörkuleikur núna bara strax á Fimmtudaginn."
Athugasemdir
banner