Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mið 21. september 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Toney fékk kjánahroll við að lesa færslu Gabriel
Gabriel vildi endurvekja brandarann en Toney var ekki hrifinn af því
Gabriel vildi endurvekja brandarann en Toney var ekki hrifinn af því
Mynd: EPA
Enski framherjinn Ivan Toney viðurkennir að hann fékk smá kjánahroll við að lesa færslu brasilíska varnarmannsins Gabriel eftir 3-0 sigur Arsenal á Brentford um helgina.

Þetta mál má rekja til síðasta árs þegar Brentford vann Arsenal 2-0 í byrjun síðasta tímabils.

Toney birti þá færslu eftir sigurinn og sagði þá í gríni „Gaman að sparka í bolta með strákunum."



Þessi færsla fór á flug og þótti nokkuð fyndin á þeim tíma en leikmenn Arsenal gátu ekki beðið eftir að svara fyrir það. Arsenal vann síðari leikinn, 2-1, í febrúar og þá gat Alexandre Lacazette svarað með sama texta og Toney birti fyrr á tímabilinu.

Brandarinn var þá fullkomnaður. Arsenal tókst að svara fyrir sig en þessi ágæti brandari birtist aftur eftir 3-0 sigur Arsenal á Brentford um helgina og nú var það Gabriel sem birti sama texta en Toney fékk kjánahroll við það að lesa færsluna.

„Ég held að þetta hafi verið fyndið í fyrsta skiptið en það fór smá kjánahrollur um mig í annað skiptið. Ég þurfti að bíta í tunguna því mig langaði til að svara og narta aðeins í hann," sagði Toney.

„En vel gert hjá þeim. Þetta er allt annað Arsenal-lið en það sem við höfum áður spilað við."
Athugasemdir
banner