Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. janúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen í Inter er tímaspursmál
Mynd: Getty Images
Daninn Christian Eriksen er að ganga í raðir Inter frá Tottenham, og líklega verður það í þessum mánuði.

Ítalinn Fabrizio Romano er mjög virtur þegar kemur að sögum af mögulegum félagaskiptum. Hann er með mjög gott tengslanet. Hann segir það aðeins tímaspursmál hvenær hinn 27 ára gamli Eriksen fari í Inter.

„Inter gerði tilboð á mánudag. Eriksen er búinn að samþykkja fjögurra ára samning og að fara strax í janúar," segir Romano, en samningur Eriksen við Tottenham rennur út næsta sumar.

„Inter er að reyna að ná samkomulagi við Tottenham, sem vill fá 20 milljónir evra. Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær við sjáum Eriksen á Ítalíu."

Tottenham spilar gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jose Mourinho, þjálfari Spurs, hefur sagt að Eriksen sé í hópnum fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner