Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   fim 22. febrúar 2024 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Ísland mætir Serbíu í fyrri leik í umspili á morgun
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland mætir Serbíu á morgun.
Ísland mætir Serbíu á morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Við ætlum okkur þetta og við munum gera þetta'
'Við ætlum okkur þetta og við munum gera þetta'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Undirbúningurinn hefur verið fínn, svona hefðbundinn. Við komum saman á mánudagskvöld og byrjuðum að æfa á þriðjudegi. Þetta er stutt og snart, eins og er í öllum landsleikjagluggum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Ísland mikilvægan leik gegn Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni. Í dag æfði liðið á keppnisvellinum Stara Pazova, í smábæ fyrir utan Belgrað, eftir að hafa æft á æfingavelli Rauðu stjörnunnar í gær.

„Það var ekkert sérstakt. Ég held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim. Völlurinn var ekkert sérstakur en þetta er svo sem gamalt svæði. Þetta var allavega grasvöllur og við gátum tekið tvær æfingar," sagði Steini um æfingasvæði Rauðu stjörnunnar en honum leist betur á keppnisvöllinn.

„Þetta leggst bara vel í mig. Við verðum bara klár á morgun og það er markmiðið okkar. Við tökum létta æfingu í dag og svo er bara hefðbundinn undirbúningur fram að leiktíma. Við verðum tilbúin í þetta. Það er ekkert annað sem kemur til greina."

Ætlum okkur þetta og við munum gera þetta
Ísland hefur sex sinnum mætt Serbíu í A-landsliðum kvenna, síðast í undankeppni HM á Laugardalsvelli 14. september 2014. Ísland vann þá 9-1 sigur þar sem Þóra Björg Helgadóttir, markvörður liðsins, var á meðal markaskorara. Glódís Perla Viggósdóttir, sem er fyrirliði Íslands í dag, var einnig á meðal markaskorara í þeim leik.

„Þær eru góðar fram á við. Það eru nokkrir góðir leikmenn þarna sem spila frammi. Þeim líður vel á boltanum og vilja mikið vera með hann. Að sama skapi hafa þær á móti verið að tapa boltanum á hættulegum stöðum og við verðum að vera fljót að refsa ef við vinnum boltann á hættulegum stöðum. Það skiptir miklu máli á móti þeim að koma þeim í ákveðin svæði, vinna boltann og keyra á þær," sagði Steini.

„Við förum í þennan leik til að vinna. Það kemur ekkert til greina annað en að spila til sigurs. En auðvitað er þetta tveggja leikja einvígi þannig að þú ert ekki að taka endalausa sénsa. Varnarleikurinn skiptir miklu máli, að við séum ekki að gefa færi á okkur. Maður býst við því að þær pressi á okkur og stefni á að vera í góðri stöðu þegar þær koma til Íslands. Við þurfum að vera tilbúin í allt. Þær eru grimmar og líkamlegar sterkar, og við þurfum að vera tilbúin í alvöru baráttu."

Mikilvægi leiksins á morgun er mikið.

„Já, algjörlega. Þetta skiptir okkur máli varðandi niðurröðun fyrir undankeppnina. Það er algjört lykilatriði að vera áfram í A-deild og það er það eina sem við hugsum um. Við ætlum okkur þetta og við munum gera þetta," sagði landsliðsþjálfarinn að lokum en í spilaranum að ofan er hægt að sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner