Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mán 22. apríl 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fóru yfir fermingarsálminn á bekknum - „Lætur mann oft líta illa út á æfingum"
Bríet Fjóla Bjarnadóttir.
Bríet Fjóla Bjarnadóttir.
Mynd: Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson
Þór/KA fagnar marki í gær.
Þór/KA fagnar marki í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bríet Fjóla Bjarnadóttir kom inn af bekknum þegar Þór/KA tapaði 3-1 gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í gær. Bríet Fjóla er gríðarlega efnilegur leikmaður en hún varð í fyrra yngsti leikmaðurinn á þessari öld til að spila í efstu deild.

Bríet Fjóla er fædd árið 2010 og er hún fjórtán ára gömul. Nafn sem þarf að leggja á minnið.

„Bríet Fjóla er 'once in a lifetime talent'. Hún er búin að vera æfa mikið með okkur. Hún átti að koma inn á fyrr í sumar en boltinn fór bara ekki útaf. Hún er búin að vera gera frábæra hluti í 3. flokki og 2. flokki. Mikill talent þarna á ferð," sagði Pétur Heiðar Kristjánsson, aðstoðarþjálfari Þórs/KA, eftir að hún kom inn á gegn Breiðabliki í fyrra.

Hún kom aftur inn á í gær og var Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, spurður út í hana.

„Við vorum á bekknum að fara yfir sálminn sem hún valdi fyrir ferminguna, en annars var hún bara spennt. Hún er bara eins og hver önnur, við erum ekkert að spá í kennitölunni," sagði Jóhann Kristinn eftir leikinn.

Sandra María Jessen, lykilkona í Þór/KA, var spurð út í það á Instagram-reikningi Bestu deildarinnar hver myndi springa út í Þór/KA í sumar og nefndi hún Karen Maríu Sigurgeirsdóttur. Hún minntist þar líka á Bríeti Fjólu.

„Kornung en afskaplega hæfileikarík stelpa sem á framtíðina fyrir sér. Þrátt fyrir að vera nýfermd er hún afar leikin með boltann og lætur mann of oft líta illa út á æfingum," sagði Sandra María.

Það eru margar efnilegar stelpur að koma upp hjá Þór/KA og er Bríet Fjóla þar á meðal. Liðið er byggt upp að mestu á heimakonum en hægt er að hlusta á Niðurtalninguna hér fyrir neðan þar sem farið var yfir það.
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Athugasemdir
banner
banner
banner