Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   mán 22. apríl 2024 23:31
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já og nei, auðvitað vill maður alltaf vinna en ég er fyrst og fremst sáttur við frammistöðuna í dag. Ég er sáttur við umgjörðina á leiknum sem var frábær. Sáttur við fólkið sem kom hérna, 7-800 manns á leiknum. Tvö góð fótboltalið og bauð upp á allt. Tekist á og það voru færi og leikurinn gat enda hvorum megin sem var. Ánægður með það að vera nýliðar og vera komin á blað í fyrsta leik sem er gríðarlega dýrmætt og mikilvægt.“ Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari kvennaliðs Fylkis aðspurður hvort hann væri sáttur eftir 1-1 jafntefli Fylkis gegn Þrótti í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna á Wurth-vellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Þróttur R.

Fylkisliðið lenti undir í leiknum og datt leikur liðsins svolítið niður við það högg. Reynsla sem að Gunnar vonast til að liðið læri af fljótt og komi í veg fyrir í næstu leikjum?

„Þetta verða allt hörkuleikir í sumar og þetta Þróttaralið þær verða í toppbaráttunni í sumar. En auðvitað að fá á okkur mark, við leggjum upp úr því að láta það ekki slá okkur út af laginu en það kemur kannski smá ótti en mér fannst þær samt leysa það bara vel. Við höfum þekkt það, þetta er mjög svipað lið og í fyrra og við lentum oft í því að lenda undir en við sýndum oft mikin karakter. Svipað og Liverpool liðið að lenda alltaf undir en við bara náðum ekki að koma til baka og vinna eins og þeir gera oftast.“

Leikmaður greip í gítarinn fyrir leik og hélt uppi stuðinu
Umgjörð Fylkis er til fyrirmyndar svo ekki sé meira sagt og virkilega skemmtilegt að skella sér á völlinn í Árbænum. Gunnar sem er reynslumikill þjálfari og séð margt í þjálfun. Hvernig er að starfa í kringum þessa umgjörð?

„Þetta er bara algjörlega frábært og til þvílíkrar fyrirmyndar. Hérna er bara lagt mikið upp úr því að hafa góða umgjörð og samskonar hjá karla og kvennaliði það sást bara hér í dag í kringum leikinn. Við erum með leikmann frá okkur sem er ólétt sem er að syngja og trúbadorast rétt fyrir leik (Bergdís Fanney Einarsdóttir innsk blaðamanns) og bara dæmi um það hvað allir hérna eru tilbúnir til að gera til þess að búa til umgjörð, búa til stemmingu og fólkið sem mætti hérna það á líka bara hrós skilið. Þetta er bara ótrúlega gaman og að spila leik við svona aðstæður, maður getur eiginlega ekki annað en að vera alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli að taka þátt í svona skemmtilegum leik með mikið af fólki og veðrið eins og það var.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner