Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
Danijel Djuric: Kvikmynd sem var ógeðslega gaman að leika í
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
banner
   mán 22. apríl 2024 23:31
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já og nei, auðvitað vill maður alltaf vinna en ég er fyrst og fremst sáttur við frammistöðuna í dag. Ég er sáttur við umgjörðina á leiknum sem var frábær. Sáttur við fólkið sem kom hérna, 7-800 manns á leiknum. Tvö góð fótboltalið og bauð upp á allt. Tekist á og það voru færi og leikurinn gat enda hvorum megin sem var. Ánægður með það að vera nýliðar og vera komin á blað í fyrsta leik sem er gríðarlega dýrmætt og mikilvægt.“ Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari kvennaliðs Fylkis aðspurður hvort hann væri sáttur eftir 1-1 jafntefli Fylkis gegn Þrótti í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna á Wurth-vellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Þróttur R.

Fylkisliðið lenti undir í leiknum og datt leikur liðsins svolítið niður við það högg. Reynsla sem að Gunnar vonast til að liðið læri af fljótt og komi í veg fyrir í næstu leikjum?

„Þetta verða allt hörkuleikir í sumar og þetta Þróttaralið þær verða í toppbaráttunni í sumar. En auðvitað að fá á okkur mark, við leggjum upp úr því að láta það ekki slá okkur út af laginu en það kemur kannski smá ótti en mér fannst þær samt leysa það bara vel. Við höfum þekkt það, þetta er mjög svipað lið og í fyrra og við lentum oft í því að lenda undir en við sýndum oft mikin karakter. Svipað og Liverpool liðið að lenda alltaf undir en við bara náðum ekki að koma til baka og vinna eins og þeir gera oftast.“

Leikmaður greip í gítarinn fyrir leik og hélt uppi stuðinu
Umgjörð Fylkis er til fyrirmyndar svo ekki sé meira sagt og virkilega skemmtilegt að skella sér á völlinn í Árbænum. Gunnar sem er reynslumikill þjálfari og séð margt í þjálfun. Hvernig er að starfa í kringum þessa umgjörð?

„Þetta er bara algjörlega frábært og til þvílíkrar fyrirmyndar. Hérna er bara lagt mikið upp úr því að hafa góða umgjörð og samskonar hjá karla og kvennaliði það sást bara hér í dag í kringum leikinn. Við erum með leikmann frá okkur sem er ólétt sem er að syngja og trúbadorast rétt fyrir leik (Bergdís Fanney Einarsdóttir innsk blaðamanns) og bara dæmi um það hvað allir hérna eru tilbúnir til að gera til þess að búa til umgjörð, búa til stemmingu og fólkið sem mætti hérna það á líka bara hrós skilið. Þetta er bara ótrúlega gaman og að spila leik við svona aðstæður, maður getur eiginlega ekki annað en að vera alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli að taka þátt í svona skemmtilegum leik með mikið af fólki og veðrið eins og það var.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner