Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 22. maí 2019 21:49
Orri Rafn Sigurðarson
Kjartan Stefáns: Varð okkur að falli í dag
Kvenaboltinn
Kjartan á hliðarlínunni
Kjartan á hliðarlínunni
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Stjarnan og Fylkir áttust við á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld þar sem Stjarnan fór með 3-1 sigur af hólmi. Fylkir var betra í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik mættu Stjörnustelpur miklu ákveðnari til leiks.

„Seinni hálfleikur bara alls ekki nógu góður og bara hræðilegur varnarlega og sóknarlega líka eins og fyrri hálfleikur var bara nokkuð fínn og þar hefðum við getað sett 3 eða 4 mörk og svo fannst mér bara hópurinn ekki svara ákveðni Stjörnunar."Sagði Kjartan þjálfari Fylksi eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Fylkir

Fylkir er með 6 stig eftir 4.umferðir og hafa verið að spila vel á köflum er Kjartan ánægður með frammistöðuna í fyrstu umferðunum?

„Ég er alveg sáttur með margt sem hefur gerst hjá okkur við höfum verið að spila á köflum vel. Fínn hálfleikur í dag getum tekið margt jákvætt úr honum en það voru alltof margir kaflar í seinni hálfleik sem urðu okkur að falli í dag."

Fylkir fær útlending til sín 15.júní sem ætti að styrkja liðið en Chloe Froment sem var fenginn fyrir sumarið hefur verið meidd og óvist hvenær hún verður leikfær.

„Það er alltaf með þessa útlendinga maður veit aldrei almennilega hvernig þeir koma og hvað það tekur langan tíma. Við erum með útlending sem er meiddur en Clhoe og Salka eru meiddar en við vælum ekkert yfir því það á að koma maður í manns stað. Stjarnan var ákveðnari og vildu þetta meira" Sagði Kjartan að lokum svekktur eftir tapið

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner