Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   mið 22. maí 2019 21:49
Orri Rafn Sigurðarson
Kjartan Stefáns: Varð okkur að falli í dag
Kvenaboltinn
Kjartan á hliðarlínunni
Kjartan á hliðarlínunni
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Stjarnan og Fylkir áttust við á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld þar sem Stjarnan fór með 3-1 sigur af hólmi. Fylkir var betra í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik mættu Stjörnustelpur miklu ákveðnari til leiks.

„Seinni hálfleikur bara alls ekki nógu góður og bara hræðilegur varnarlega og sóknarlega líka eins og fyrri hálfleikur var bara nokkuð fínn og þar hefðum við getað sett 3 eða 4 mörk og svo fannst mér bara hópurinn ekki svara ákveðni Stjörnunar."Sagði Kjartan þjálfari Fylksi eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Fylkir

Fylkir er með 6 stig eftir 4.umferðir og hafa verið að spila vel á köflum er Kjartan ánægður með frammistöðuna í fyrstu umferðunum?

„Ég er alveg sáttur með margt sem hefur gerst hjá okkur við höfum verið að spila á köflum vel. Fínn hálfleikur í dag getum tekið margt jákvætt úr honum en það voru alltof margir kaflar í seinni hálfleik sem urðu okkur að falli í dag."

Fylkir fær útlending til sín 15.júní sem ætti að styrkja liðið en Chloe Froment sem var fenginn fyrir sumarið hefur verið meidd og óvist hvenær hún verður leikfær.

„Það er alltaf með þessa útlendinga maður veit aldrei almennilega hvernig þeir koma og hvað það tekur langan tíma. Við erum með útlending sem er meiddur en Clhoe og Salka eru meiddar en við vælum ekkert yfir því það á að koma maður í manns stað. Stjarnan var ákveðnari og vildu þetta meira" Sagði Kjartan að lokum svekktur eftir tapið

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner