Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mið 22. maí 2019 21:49
Orri Rafn Sigurðarson
Kjartan Stefáns: Varð okkur að falli í dag
Kvenaboltinn
Kjartan á hliðarlínunni
Kjartan á hliðarlínunni
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Stjarnan og Fylkir áttust við á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld þar sem Stjarnan fór með 3-1 sigur af hólmi. Fylkir var betra í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik mættu Stjörnustelpur miklu ákveðnari til leiks.

„Seinni hálfleikur bara alls ekki nógu góður og bara hræðilegur varnarlega og sóknarlega líka eins og fyrri hálfleikur var bara nokkuð fínn og þar hefðum við getað sett 3 eða 4 mörk og svo fannst mér bara hópurinn ekki svara ákveðni Stjörnunar."Sagði Kjartan þjálfari Fylksi eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Fylkir

Fylkir er með 6 stig eftir 4.umferðir og hafa verið að spila vel á köflum er Kjartan ánægður með frammistöðuna í fyrstu umferðunum?

„Ég er alveg sáttur með margt sem hefur gerst hjá okkur við höfum verið að spila á köflum vel. Fínn hálfleikur í dag getum tekið margt jákvætt úr honum en það voru alltof margir kaflar í seinni hálfleik sem urðu okkur að falli í dag."

Fylkir fær útlending til sín 15.júní sem ætti að styrkja liðið en Chloe Froment sem var fenginn fyrir sumarið hefur verið meidd og óvist hvenær hún verður leikfær.

„Það er alltaf með þessa útlendinga maður veit aldrei almennilega hvernig þeir koma og hvað það tekur langan tíma. Við erum með útlending sem er meiddur en Clhoe og Salka eru meiddar en við vælum ekkert yfir því það á að koma maður í manns stað. Stjarnan var ákveðnari og vildu þetta meira" Sagði Kjartan að lokum svekktur eftir tapið

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir