Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 22. júlí 2019 21:52
Sverrir Örn Einarsson
Tufa: Mætum ekki með mikið sjálfstraust
Tufa þjálfari Grindavíkur
Tufa þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Grindavík gerði enn eitt jafnteflið í Pepsi Max deildinni þegar liðið sótti Breiðablik heim á Kópavogsvöll. Grindavík sem síðast vann deildarleik í lok maí hefur gert hvorki fleiri né færri en 8 jafntefli í 13 leikjum og eru eflaust orðnir langeygðir eftir sigri.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 Grindavík

„Ég er sáttur með úrslitin. Mér fannst við ekki góðir í fyrri hálfleik ekki líkir okkur„“ sjálfum. Rifum þetta aðeisn upp í hálfleik og reyndum að laga hluti en aðalmálið fannst mér að við mætum ekki með mikið sjálfstraust í fyrri hálfleik.“

Mikil harka einkenndi leikinn frá upphafi til enda og mikill hiti var i mönnum. Átti Tufa von á því?

„Já, miðað við úrslitin í gær þar sem KR gerir jafntefli þá vissi ég að Breiðablik myndu koma vel gíraðir í þennan leik til að halda sér í titilbaráttunni. Við erum að berjast fyrir lífi okkar í þessari deild þannig að ég bjóst við leiknum svona."

Grindavík hefur gengið illa að skora mörk í sumar eins og 8 mörk í 13 deildarleikjum vitna um. Hvað er hægt að gera til að liðið fari að skora mörk?

„Við erum bara að gera mikið í því. Erum að æfa mikið núna í að reyna laga sóknarleikinn og í fullt af þessum jafnteflisleikjum þá fengum við nóg af færum til að vinna þessa leiki.“

Sagði Tufa en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner