Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 22. ágúst 2022 21:46
Kári Snorrason
Siggi Höskulds: Þráhyggja í klúbbnum að halda liðinu uppi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir vann frækinn sigur á KR fyrr í kvöld í heldur fjörugum leik, leikurinn endaði með 4-3 sigri Leiknismanna eftir dramatískar lokamínútur. Leiknir R. er í harðri fallbarráttu en liðið er nú í 11. sæti. Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis R. var mjög sáttur eftir leik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 -  3 KR

„Leikurinn spilaðist eins og við vildum að mörgu leiti og eins og við vissum að hann myndi spilast. KR meira með boltann, við náðum að þrýsta þá út í vængina og þeir dældu mikið inn á teigin okkar þar sem við vorum hrikalega sterkir, ég er mjög stoltur af liðinu hvernig við díluðum við KR-liðið í dag."

Leiknir R. hafði tapað síðustu 4 leikjum í deildinni fyrir þennan leik, breytti Leiknir R. upplegginu fyrir þennan leik?

„Já þetta var svolítið öðruvísi en við erum búnir að gera að einhverju leiti, við vissum að þeir vilja fara út í vængina og dæla honum inn í og við hleyptum þeim þangað og vildum mæta þeim þar. En hvað varðar sóknarleikinn mér fannst vera meira hungur í okkur að fara fram og þora að skora mörk og strákarnir frammi voru frábærir í dag."

Botnbarráttan er hörð í ár en hvað verður Leiknir R. að gera til að halda sér uppi?

„Við þurfum bara að fá meira af þessu, meira af þessu hugarfari sem var í dag það var gjörsamlega til fyrirmyndar. Við erum búnir að grafa djúpt eftir því eftir 4 slæma tapleiki og við þurfum að halda í þetta eins og ég segi það er þráhyggja í klúbbnum að halda liðinu uppi, strákarnir sýndu það í dag að þeir eru klárir í það."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner