Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mán 22. ágúst 2022 21:46
Kári Snorrason
Siggi Höskulds: Þráhyggja í klúbbnum að halda liðinu uppi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir vann frækinn sigur á KR fyrr í kvöld í heldur fjörugum leik, leikurinn endaði með 4-3 sigri Leiknismanna eftir dramatískar lokamínútur. Leiknir R. er í harðri fallbarráttu en liðið er nú í 11. sæti. Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis R. var mjög sáttur eftir leik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 4 -  3 KR

„Leikurinn spilaðist eins og við vildum að mörgu leiti og eins og við vissum að hann myndi spilast. KR meira með boltann, við náðum að þrýsta þá út í vængina og þeir dældu mikið inn á teigin okkar þar sem við vorum hrikalega sterkir, ég er mjög stoltur af liðinu hvernig við díluðum við KR-liðið í dag."

Leiknir R. hafði tapað síðustu 4 leikjum í deildinni fyrir þennan leik, breytti Leiknir R. upplegginu fyrir þennan leik?

„Já þetta var svolítið öðruvísi en við erum búnir að gera að einhverju leiti, við vissum að þeir vilja fara út í vængina og dæla honum inn í og við hleyptum þeim þangað og vildum mæta þeim þar. En hvað varðar sóknarleikinn mér fannst vera meira hungur í okkur að fara fram og þora að skora mörk og strákarnir frammi voru frábærir í dag."

Botnbarráttan er hörð í ár en hvað verður Leiknir R. að gera til að halda sér uppi?

„Við þurfum bara að fá meira af þessu, meira af þessu hugarfari sem var í dag það var gjörsamlega til fyrirmyndar. Við erum búnir að grafa djúpt eftir því eftir 4 slæma tapleiki og við þurfum að halda í þetta eins og ég segi það er þráhyggja í klúbbnum að halda liðinu uppi, strákarnir sýndu það í dag að þeir eru klárir í það."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner