Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. nóvember 2023 16:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danskur markvörður æfði með Breiðabliki
Mynd: Start
Danski markvörðurinn Mark Fabricius Jensen æfði með Breiðabliki á dögunum. Jensen er varamarkvörður norska félagsins Start og er þar liðsfélagi Bjarna Mark Antonssonar.

Magni Fannberg er yfirmaður fótboltamála hjá Start og Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var hjá Start í haust í tengslum við UEFA Pro þjálfaranámskeiðið.

Í kjölfarið hafði svo Magni samband og varð úr að Jensen æfði með Breiðabliki í landsleikjahléinu.

Jensen er 27 ára og hefur verið hjá Start í tvö tímabil. Hann er samkvæmt Transfermarkt samningsbundinn liðinu út næsta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner