Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 23. mars 2020 09:15
Elvar Geir Magnússon
„Var hættur að geta andað sjálfur"
„Ég ráðlegg öllum að taka þessari veiru alvarlega," segir írski sóknarmaðurinn Lee Duffy sem hefur opnað sig um baráttu sína við kórónaveiruna.

Þessi 28 ára fyrrum leikmaður Drogheda United á Írlandi spilar nú með Newry City.

Hann var átta daga á sjúkrahúsi og var tengdur við öndunarvél því hann gat ekki andað sjálfur.

„Ég greindist með Covid-19 fyrir tveimur vikum. Ég var átta daga á sjúkrahúsi tengdur við súrefnistæki því ég gat ekki lengur andað sjálfur. Ég var hræddur en sem betur fer komst ég í gegnum þetta og mér líður miklu betur núna," segir Duffy.

Yfir þúsund tilfelli kórónaveirunnar hafa greinst á Írlandi og fjórir látið lífið í landinu vegna sjúkdómsins.
Athugasemdir
banner
banner