Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 23. mars 2025 20:56
Anton Freyr Jónsson
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Icelandair
Orri Steinn skoraði eina mark Íslands í dag
Orri Steinn skoraði eina mark Íslands í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við byrjum leikinn auðvitað vel, fengum mark og tilfinningin var góð síðan einhverneigin lendum við á eftir í duelunum og það er undir okkur leikmannana að vera 100% klárir í því og þetta eru svona basic hlutir sem við þurfum bara einfaldlega að gera betur allir sem einn. og þeir voru bara einfaldlega betri en við í dag" sagði fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson eftir tapið gegn Kosóvó í dag en Ísland er fallið niður í C deild Þjóðardeildar UEFA. 


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  3 Kósovó

„Mér fannst við koma af krafti inn í leikinn, byrjuðum mjög vel, sóttum hart og það var svosem það sem við ætluðum að gera í byrjun."

Orri Steinn vildi ekki fara mikið út í það sem var farið yfir í hálfleik annað en liðið þurfti að berjast meira.

„Ég ætla að halda því bara innanborðs. Það var í rauninni bara einfallt við þurftum bara að berjast meira og það er ekkert mikið flóknara en það og ég ætla ekkert að fara út í detaila, við höldum því bara á milli okkar leikmannana og teymisins og það var bara við þurtum að gera meira."

„Við viljum vera góðir í sóknarleik og varnarleik og það var einhverneigin ekki að fúnkera í dag en við þurfum að reyna vera jákvæðir og horfa á björtu punktanna. Það þýðir ekkert að dvelja á þessu of lengi við erum að fara í tvo mikilvæga æfingaleiki í sumar og svo bara undankeppni HM næst."

„Við þurfum að taka reynsluna með okkur úr þessum glugga, fyrstu leikirnir með Arnari (Gunnlaugssyni), nýjar áherslur og vera klárir í sumar til að taka enn meira inn og bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppnina."

„Það eru fullt af hlutum sem hægt er að læra af og líka fullt af fínum hlutum. Það eru fullt af litlum hlutum sem fólk tekur kannski ekki eftir inn á vellinum sem við erum að gera vel og mönnum líður vel með og það sem við viljum gera en síðan auðvitað fullt af hlutum sem við þurfum að læra af og munum læra af þannig við séum eins sharp og hægt er að vera þegar kemur að undankeppninni."


Athugasemdir
banner
banner