Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 23. mars 2025 20:56
Anton Freyr Jónsson
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Icelandair
Orri Steinn skoraði eina mark Íslands í dag
Orri Steinn skoraði eina mark Íslands í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við byrjum leikinn auðvitað vel, fengum mark og tilfinningin var góð síðan einhverneigin lendum við á eftir í duelunum og það er undir okkur leikmannana að vera 100% klárir í því og þetta eru svona basic hlutir sem við þurfum bara einfaldlega að gera betur allir sem einn. og þeir voru bara einfaldlega betri en við í dag" sagði fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson eftir tapið gegn Kosóvó í dag en Ísland er fallið niður í C deild Þjóðardeildar UEFA. 


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  3 Kósovó

„Mér fannst við koma af krafti inn í leikinn, byrjuðum mjög vel, sóttum hart og það var svosem það sem við ætluðum að gera í byrjun."

Orri Steinn vildi ekki fara mikið út í það sem var farið yfir í hálfleik annað en liðið þurfti að berjast meira.

„Ég ætla að halda því bara innanborðs. Það var í rauninni bara einfallt við þurftum bara að berjast meira og það er ekkert mikið flóknara en það og ég ætla ekkert að fara út í detaila, við höldum því bara á milli okkar leikmannana og teymisins og það var bara við þurtum að gera meira."

„Við viljum vera góðir í sóknarleik og varnarleik og það var einhverneigin ekki að fúnkera í dag en við þurfum að reyna vera jákvæðir og horfa á björtu punktanna. Það þýðir ekkert að dvelja á þessu of lengi við erum að fara í tvo mikilvæga æfingaleiki í sumar og svo bara undankeppni HM næst."

„Við þurfum að taka reynsluna með okkur úr þessum glugga, fyrstu leikirnir með Arnari (Gunnlaugssyni), nýjar áherslur og vera klárir í sumar til að taka enn meira inn og bæta okkur sem lið og vera klárir í undankeppnina."

„Það eru fullt af hlutum sem hægt er að læra af og líka fullt af fínum hlutum. Það eru fullt af litlum hlutum sem fólk tekur kannski ekki eftir inn á vellinum sem við erum að gera vel og mönnum líður vel með og það sem við viljum gera en síðan auðvitað fullt af hlutum sem við þurfum að læra af og munum læra af þannig við séum eins sharp og hægt er að vera þegar kemur að undankeppninni."


Athugasemdir
banner