Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fim 23. maí 2019 22:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu bræður sína í Keflavík í heimsókn á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar 4.Umferð Inkasso deild karla fór af stað en hvorugu liðinu tókst að skora og deildu því sitthvoru stiginu eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Frábær skemmtun, fullur völlur og hátt í þúsund mans og það er gaman að fá þannig stemningu á okkar völl, þetta er sanngjarnt á endanum þetta stig, kannski ekki sanngjarnt 0-0 en ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt, við vorum betri í fyrri og þeir voru sterkari í seinni þannig það er eitthvað sem við þurfum kannski að bæta en við erum bara ánægðir með leikinn í heild sinni." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

,,Ég er sáttur við fólkið, mætinguna, stemninguna og lífið á vellinum og stig er stig og við erum í stigasöfnun og meðan við erum að safna stigum þá erum við í góðum líkum."

Mikil eftirvænting var fyrir leiknum í dag en þetta var í fyrsta skipti síðan 2003 sem þessi lið mætast í alvöru keppnisleik og aðspurður hvort það hafi fylgt því einvher pressa hafði Rafn Markús þetta að segja.
„Auðvitað var þetta öðruvísi það eru venjulega ekki svona margir á vellinum og við erum venjulega ekki að spila á móti liðinu við hliðina á okkur, við æfum í sömu höllinni og sama vellinum allt árið þannig þetta var öðruvísi en á endanum þegar komið var inn í leikinn var þetta bara barningur og stuð og það var nóg af færum beggja bógum þannig ég held þetta sé bara nálgunin sem slík bara að spila okkar leik."
„Þetta var bara eins og í úrslitakeppninni í körfuboltanum, allir að tala um leikinn og allir á leiðinni á leikinn svo það er eitthvað sem er bara auka stemning og það er eitthvað sem er bara gaman."


Þessi lið mætast aftur í bikarnum á þriðjudaginn kemur en hverju megum við búast við þar?
„Það er allavega augljóst að þar verður leikið til þrautar þannig það er alveg á hreinu að það endar ekki 0-0 þar svo hvort sem við endum í venjulegum, framlengingu eða vító þá endar leikurinn þannig það má búast við hörku leik."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner