Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 23. maí 2019 22:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu bræður sína í Keflavík í heimsókn á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar 4.Umferð Inkasso deild karla fór af stað en hvorugu liðinu tókst að skora og deildu því sitthvoru stiginu eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Frábær skemmtun, fullur völlur og hátt í þúsund mans og það er gaman að fá þannig stemningu á okkar völl, þetta er sanngjarnt á endanum þetta stig, kannski ekki sanngjarnt 0-0 en ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt, við vorum betri í fyrri og þeir voru sterkari í seinni þannig það er eitthvað sem við þurfum kannski að bæta en við erum bara ánægðir með leikinn í heild sinni." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

,,Ég er sáttur við fólkið, mætinguna, stemninguna og lífið á vellinum og stig er stig og við erum í stigasöfnun og meðan við erum að safna stigum þá erum við í góðum líkum."

Mikil eftirvænting var fyrir leiknum í dag en þetta var í fyrsta skipti síðan 2003 sem þessi lið mætast í alvöru keppnisleik og aðspurður hvort það hafi fylgt því einvher pressa hafði Rafn Markús þetta að segja.
„Auðvitað var þetta öðruvísi það eru venjulega ekki svona margir á vellinum og við erum venjulega ekki að spila á móti liðinu við hliðina á okkur, við æfum í sömu höllinni og sama vellinum allt árið þannig þetta var öðruvísi en á endanum þegar komið var inn í leikinn var þetta bara barningur og stuð og það var nóg af færum beggja bógum þannig ég held þetta sé bara nálgunin sem slík bara að spila okkar leik."
„Þetta var bara eins og í úrslitakeppninni í körfuboltanum, allir að tala um leikinn og allir á leiðinni á leikinn svo það er eitthvað sem er bara auka stemning og það er eitthvað sem er bara gaman."


Þessi lið mætast aftur í bikarnum á þriðjudaginn kemur en hverju megum við búast við þar?
„Það er allavega augljóst að þar verður leikið til þrautar þannig það er alveg á hreinu að það endar ekki 0-0 þar svo hvort sem við endum í venjulegum, framlengingu eða vító þá endar leikurinn þannig það má búast við hörku leik."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner