Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 23. maí 2019 22:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu bræður sína í Keflavík í heimsókn á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar 4.Umferð Inkasso deild karla fór af stað en hvorugu liðinu tókst að skora og deildu því sitthvoru stiginu eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Frábær skemmtun, fullur völlur og hátt í þúsund mans og það er gaman að fá þannig stemningu á okkar völl, þetta er sanngjarnt á endanum þetta stig, kannski ekki sanngjarnt 0-0 en ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt, við vorum betri í fyrri og þeir voru sterkari í seinni þannig það er eitthvað sem við þurfum kannski að bæta en við erum bara ánægðir með leikinn í heild sinni." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

,,Ég er sáttur við fólkið, mætinguna, stemninguna og lífið á vellinum og stig er stig og við erum í stigasöfnun og meðan við erum að safna stigum þá erum við í góðum líkum."

Mikil eftirvænting var fyrir leiknum í dag en þetta var í fyrsta skipti síðan 2003 sem þessi lið mætast í alvöru keppnisleik og aðspurður hvort það hafi fylgt því einvher pressa hafði Rafn Markús þetta að segja.
„Auðvitað var þetta öðruvísi það eru venjulega ekki svona margir á vellinum og við erum venjulega ekki að spila á móti liðinu við hliðina á okkur, við æfum í sömu höllinni og sama vellinum allt árið þannig þetta var öðruvísi en á endanum þegar komið var inn í leikinn var þetta bara barningur og stuð og það var nóg af færum beggja bógum þannig ég held þetta sé bara nálgunin sem slík bara að spila okkar leik."
„Þetta var bara eins og í úrslitakeppninni í körfuboltanum, allir að tala um leikinn og allir á leiðinni á leikinn svo það er eitthvað sem er bara auka stemning og það er eitthvað sem er bara gaman."


Þessi lið mætast aftur í bikarnum á þriðjudaginn kemur en hverju megum við búast við þar?
„Það er allavega augljóst að þar verður leikið til þrautar þannig það er alveg á hreinu að það endar ekki 0-0 þar svo hvort sem við endum í venjulegum, framlengingu eða vító þá endar leikurinn þannig það má búast við hörku leik."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner