Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   fim 23. maí 2019 22:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu bræður sína í Keflavík í heimsókn á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar 4.Umferð Inkasso deild karla fór af stað en hvorugu liðinu tókst að skora og deildu því sitthvoru stiginu eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Frábær skemmtun, fullur völlur og hátt í þúsund mans og það er gaman að fá þannig stemningu á okkar völl, þetta er sanngjarnt á endanum þetta stig, kannski ekki sanngjarnt 0-0 en ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt, við vorum betri í fyrri og þeir voru sterkari í seinni þannig það er eitthvað sem við þurfum kannski að bæta en við erum bara ánægðir með leikinn í heild sinni." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

,,Ég er sáttur við fólkið, mætinguna, stemninguna og lífið á vellinum og stig er stig og við erum í stigasöfnun og meðan við erum að safna stigum þá erum við í góðum líkum."

Mikil eftirvænting var fyrir leiknum í dag en þetta var í fyrsta skipti síðan 2003 sem þessi lið mætast í alvöru keppnisleik og aðspurður hvort það hafi fylgt því einvher pressa hafði Rafn Markús þetta að segja.
„Auðvitað var þetta öðruvísi það eru venjulega ekki svona margir á vellinum og við erum venjulega ekki að spila á móti liðinu við hliðina á okkur, við æfum í sömu höllinni og sama vellinum allt árið þannig þetta var öðruvísi en á endanum þegar komið var inn í leikinn var þetta bara barningur og stuð og það var nóg af færum beggja bógum þannig ég held þetta sé bara nálgunin sem slík bara að spila okkar leik."
„Þetta var bara eins og í úrslitakeppninni í körfuboltanum, allir að tala um leikinn og allir á leiðinni á leikinn svo það er eitthvað sem er bara auka stemning og það er eitthvað sem er bara gaman."


Þessi lið mætast aftur í bikarnum á þriðjudaginn kemur en hverju megum við búast við þar?
„Það er allavega augljóst að þar verður leikið til þrautar þannig það er alveg á hreinu að það endar ekki 0-0 þar svo hvort sem við endum í venjulegum, framlengingu eða vító þá endar leikurinn þannig það má búast við hörku leik."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner