Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   fim 23. maí 2019 22:49
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu bræður sína í Keflavík í heimsókn á Rafholtsvöllinn í kvöld þegar 4.Umferð Inkasso deild karla fór af stað en hvorugu liðinu tókst að skora og deildu því sitthvoru stiginu eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Frábær skemmtun, fullur völlur og hátt í þúsund mans og það er gaman að fá þannig stemningu á okkar völl, þetta er sanngjarnt á endanum þetta stig, kannski ekki sanngjarnt 0-0 en ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt, við vorum betri í fyrri og þeir voru sterkari í seinni þannig það er eitthvað sem við þurfum kannski að bæta en við erum bara ánægðir með leikinn í heild sinni." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

,,Ég er sáttur við fólkið, mætinguna, stemninguna og lífið á vellinum og stig er stig og við erum í stigasöfnun og meðan við erum að safna stigum þá erum við í góðum líkum."

Mikil eftirvænting var fyrir leiknum í dag en þetta var í fyrsta skipti síðan 2003 sem þessi lið mætast í alvöru keppnisleik og aðspurður hvort það hafi fylgt því einvher pressa hafði Rafn Markús þetta að segja.
„Auðvitað var þetta öðruvísi það eru venjulega ekki svona margir á vellinum og við erum venjulega ekki að spila á móti liðinu við hliðina á okkur, við æfum í sömu höllinni og sama vellinum allt árið þannig þetta var öðruvísi en á endanum þegar komið var inn í leikinn var þetta bara barningur og stuð og það var nóg af færum beggja bógum þannig ég held þetta sé bara nálgunin sem slík bara að spila okkar leik."
„Þetta var bara eins og í úrslitakeppninni í körfuboltanum, allir að tala um leikinn og allir á leiðinni á leikinn svo það er eitthvað sem er bara auka stemning og það er eitthvað sem er bara gaman."


Þessi lið mætast aftur í bikarnum á þriðjudaginn kemur en hverju megum við búast við þar?
„Það er allavega augljóst að þar verður leikið til þrautar þannig það er alveg á hreinu að það endar ekki 0-0 þar svo hvort sem við endum í venjulegum, framlengingu eða vító þá endar leikurinn þannig það má búast við hörku leik."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir