Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 23. júní 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Inter og Dybala í hnút - Fer hann til Spánar?
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: EPA
Argentínski sóknarmaðurinn Paulo Dybala hefur verið í viðræðum við Inter í margar vikur en samkvæmt ítölskum fjölmiðlum eru þær viðræður komnar í hnút.

Dybala er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Juventus rann út. Talsvert ber á milli í viðræðunum við Inter og félagið vill ekki hækka tilboð sitt.

Forráðamenn Inter telja sig ekki þurfa að flýta sér þar sem þeir hafa þegar tryggt sér þjónustu Romelu Lukaku sem er á leið aftur til félagsins á láni frá Chelsea.

Real Madrid og Atletico Madrid gætu reynt að fá Dybala en aðeins ef félögin selja einhverja af þeim sóknarleikmönnum sem þeir hafa fyrir. Tuttosport segri að Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, muni gera tilboð ef Marco Asensio yfirgefur Evrópu- og Spánarmeistarana.

Þá er sagt að Roma og AC Milan fylgist með gangi mála en Rómverjar geta ekki boðið Dybala Meistaradeildarfótbolta og Ítalíumeistararnir geta ekki tryggt honum þau laun sem hann vill.
Athugasemdir
banner
banner