Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. janúar 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti sigur Man Utd á Liverpool í tæp þrjú ár
Mynd: Getty Images
Sigur Manchester United á Liverpool í dag var langþráður fyrir lærisveina Ole Gunnar Solskjær.

Þetta er fyrsti sigur United gegn erkifjendum sínum í tæp þrjú ár, eða síðan í mars 2018.

Í þeim leik, sem var einnig á Old Trafford, fór Marcus Rashford á kostum gegn Trent Alexander-Arnold. Rashford skoraði bæði mörk Man Utd í 2-1 sigri.

Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum. Liverpool hefur unnið tvisvar og hinir þrír leikirnir endað með jafntefli. Allir fimm leikirnir hafa verið í ensku úrvalsdeildinni.

Þess má geta að þetta er í tíunda sinn þar sem Man Utd slær Liverpool úr leik í FA-bikarnum. Aðeins eitt lið hefur slegið annað sérstakt lið oftar úr leik í bikarnum; Liverpool hefur slegið nágranna sína í Everton tólf sinnum úr leik.


Athugasemdir
banner
banner