Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. mars 2020 14:55
Elvar Geir Magnússon
Koeman telur útilokað að það verði landsleikir í júní
Hvenær verður Ísland - Rúmenía?
Hvenær verður Ísland - Rúmenía?
Mynd: Eyþór Árnason
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, segir útilokað að það verði landsleikir í júní.

Umspilsleikur Íslands og Rúmeníu hefur verið settur á 4. júní en Koeman reiknar ekki með því að landsleikir fari fram á þeim tíma.

„Fyrst fara deildakeppnirnar af stað og þá munum við vita hvenær hægt verður að spila landsleiki," segir Koeman.

„Það er enn landsleikjagluggi í júní en ég geri ekki ráð fyrir því að þeir leikir fari af stað."

Koeman telur að næstu landsleikir fyrir Evrópulönd verði í september en þá fer Þjóðadeildin af stað.

Fjölmörgum landsleikjum hefur verið aflýst vegna kórónaveirunnar en Evrópumótinu var frestað til 2021.
Athugasemdir
banner
banner