Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 24. maí 2020 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Silvestre: Þurftum að aðskilja Beckham og Ferguson
David Beckham og Mikael Silvestre í leik með Manchester United
David Beckham og Mikael Silvestre í leik með Manchester United
Mynd: Getty Images
Mikael Silvestre, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, ræddi við Four Four Two-tímaritið um atvikið fræga sem átti sér stað í búningsklefa United eftir 2-0 tapið gegn Arsenal í fimmtu umferð enska bikarsins árið 2003.

Silvestre kom til United frá Inter árið 1999 en það tók hann ekki langan tíma að koma sér vel fyrir í liðinu. Hann spilaði 361 leik og skoraði 10 mörk áður en hann yfirgaf félagið árið 2008.

Hann var partur af einu sigursælasta liði heims en hann ákvað að rifja upp atvikið fræga er Sir Alex Ferguson sparkaði fótboltaskó í andlitið á David Beckham.

„Ég var þarna. Það voru allir í sjokki en þetta getur gerst í búningsklefanum. Hann sparkaði í skóinn og óheppilegt að skórinn endaði í andlitinu á Beckham," sagði Silvestre.

„Hann var mjög reiður og við þurftum að aðskilja þá til að koma í veg fyrir slagsmál og svo var þetta búið. Þetta hafði áhrif á samband þeirra og stór ástæða fyrir því að David fór um sumarið til Real Madrid," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner