Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fös 24. júní 2016 22:36
Arnar Ingi Ingason
Kópavogsvelli
Addi Grétars: Hefðum mátt vera grimmari
Addi var flottur í tauinu í kvöld sem fyrr.
Addi var flottur í tauinu í kvöld sem fyrr.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Maður er náttúrulega svekktur að gera jafntefli á heimavelli“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi deild karla eftir jafntefli gegn Valsmönnum á Kópavogsvelli í kvöld.

„Fyrri hálfleikur var svolítið klafs og lítið um færi en mér fannst samt vera meira líf í seinni hálfleiknum. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn svona fyrsta hálftímann, vorum mun betri, héldum boltanum nánast allan tímann og fengum einhverja möguleika á því að skapa okkur dauðafæri. Á síðasta korterinu komu Valsmenn vel inn í þetta.“

„Fyrirfram hefði maður viljað fá þrjú [stig] hérna heima en við vitum það að við erum að spila á móti mjög góðu Valsliði. Þegar maður fer í gegn um leikinn þá held ég að bæði lið geti verið sátt með þetta eina stig. Auðvitað er maður samt ósáttur við það.“

Oliver og Atli Sigurjónssynir voru ekki í leikmannahópi Breiðabliks í dag vegna meiðsla, en verða þeir lengi frá?

„Oliver er meiddur en ég á von á því að hann verði klár á móti lettneska liðinu (FK Jelgava) í næstu viku og vona líka að Atli Sigurjóns verði klár þá.“

„Það voru vissulega jákvæðir punktar eins og að halda hreinu og það er hægt að taka sitt lítið úr þessum leik en við hefðum mátt vera aðeins grimmari í seinni hálfleik, sækja aðeins meira.“
Athugasemdir
banner
banner
banner