Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fös 24. júní 2016 22:36
Arnar Ingi Ingason
Kópavogsvelli
Addi Grétars: Hefðum mátt vera grimmari
Addi var flottur í tauinu í kvöld sem fyrr.
Addi var flottur í tauinu í kvöld sem fyrr.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Maður er náttúrulega svekktur að gera jafntefli á heimavelli“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi deild karla eftir jafntefli gegn Valsmönnum á Kópavogsvelli í kvöld.

„Fyrri hálfleikur var svolítið klafs og lítið um færi en mér fannst samt vera meira líf í seinni hálfleiknum. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn svona fyrsta hálftímann, vorum mun betri, héldum boltanum nánast allan tímann og fengum einhverja möguleika á því að skapa okkur dauðafæri. Á síðasta korterinu komu Valsmenn vel inn í þetta.“

„Fyrirfram hefði maður viljað fá þrjú [stig] hérna heima en við vitum það að við erum að spila á móti mjög góðu Valsliði. Þegar maður fer í gegn um leikinn þá held ég að bæði lið geti verið sátt með þetta eina stig. Auðvitað er maður samt ósáttur við það.“

Oliver og Atli Sigurjónssynir voru ekki í leikmannahópi Breiðabliks í dag vegna meiðsla, en verða þeir lengi frá?

„Oliver er meiddur en ég á von á því að hann verði klár á móti lettneska liðinu (FK Jelgava) í næstu viku og vona líka að Atli Sigurjóns verði klár þá.“

„Það voru vissulega jákvæðir punktar eins og að halda hreinu og það er hægt að taka sitt lítið úr þessum leik en við hefðum mátt vera aðeins grimmari í seinni hálfleik, sækja aðeins meira.“
Athugasemdir
banner
banner