Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   fös 24. júní 2016 22:36
Arnar Ingi Ingason
Kópavogsvelli
Addi Grétars: Hefðum mátt vera grimmari
Addi var flottur í tauinu í kvöld sem fyrr.
Addi var flottur í tauinu í kvöld sem fyrr.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Maður er náttúrulega svekktur að gera jafntefli á heimavelli“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi deild karla eftir jafntefli gegn Valsmönnum á Kópavogsvelli í kvöld.

„Fyrri hálfleikur var svolítið klafs og lítið um færi en mér fannst samt vera meira líf í seinni hálfleiknum. Mér fannst við koma vel inn í seinni hálfleikinn svona fyrsta hálftímann, vorum mun betri, héldum boltanum nánast allan tímann og fengum einhverja möguleika á því að skapa okkur dauðafæri. Á síðasta korterinu komu Valsmenn vel inn í þetta.“

„Fyrirfram hefði maður viljað fá þrjú [stig] hérna heima en við vitum það að við erum að spila á móti mjög góðu Valsliði. Þegar maður fer í gegn um leikinn þá held ég að bæði lið geti verið sátt með þetta eina stig. Auðvitað er maður samt ósáttur við það.“

Oliver og Atli Sigurjónssynir voru ekki í leikmannahópi Breiðabliks í dag vegna meiðsla, en verða þeir lengi frá?

„Oliver er meiddur en ég á von á því að hann verði klár á móti lettneska liðinu (FK Jelgava) í næstu viku og vona líka að Atli Sigurjóns verði klár þá.“

„Það voru vissulega jákvæðir punktar eins og að halda hreinu og það er hægt að taka sitt lítið úr þessum leik en við hefðum mátt vera aðeins grimmari í seinni hálfleik, sækja aðeins meira.“
Athugasemdir
banner