Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. júní 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yokoyama kemur út sem trans maður
Kumi Yokoyama.
Kumi Yokoyama.
Mynd: EPA
Kumi Yokoyama hefur stigið það hugrakka skref að koma opinberlega út sem trans maður.

Yokoyama er framherji Washington Spirit í Bandaríkjunum og hefur spilað 43 A-landsleiki með sterku kvennalandsliði Japan.

Yokoyama vill koma fram undir kynhlutlausu persónufornafni, það er að segja ekki "hann" eða "hún". Í grein USA Today segir að Yokoyama vilji nota persónufornöfnin "they/them" en á íslensku er orðið "hán" notað.

Hán segir að það að búa í Bandaríkjunum og Þýskalandi hafi hjálpað við að stíga fram opinberlega. „Í Japan var alltaf spurt hvort ég ætti kærasta, en hér (í Bandaríkjunum) er alltaf spurt hvort ég eigi kærasta eða kærustu," segir Yokoyama.

Yokoyama fór í brjóstnámsaðgerð við tvítugsaldur, en þegar fótboltaferlinum lýkur ætlar hán í frekari aðgerðir sem tengjast kynleiðréttingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner