Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. júlí 2021 17:43
Victor Pálsson
Pochettino framlengir við PSG (Staðfest)
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino, stjóri Paris Saint-Germain, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2023.

Þetta staðfesti félagið í gær en samningur Argentínumannsins átti að renna út á næsta ári.

Sögusagnir voru í gangi í sumar um að Pochettino væri óánægður hjá PSG og vildi snúa aftur til Tottenham.

Það reyndist hins vegar ekki rétt og hefur hann nú ákveðið að framlengja um ár til viðbótar.

Pochettino tók við PSG í janúar af Thomas Tuchel sem var rekinn og er í dag stjóri Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner