Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
   lau 24. ágúst 2019 19:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Sveinn Þór: Það hjálpaði okkur allavega ekki að aðrir aðilar voru ekki tilbúnir í þennan leik
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magni ferðaðist suður með sjó í dag þegar flautað var til leiks í 18.Umferð Inkasso deildar karla en Magni heimsótti þá Njarðvíkingar á Rafholtsvöllinn.
Magni hafði fyrir þennan leik náð að tengja saman tvo sigra í síðustu tveim leikjum en það átti eftir að breytast í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

„Hundfúll auðvitað, ég er ekkert hundfúll yfir framistöðu minna manna, mér fannst við gefa allt í þetta og undirbúðum okkur ofboðslega vel og mættum hérna til þess að vinna Njarðvík í dag en það hjálpaði okkur allavega ekki að aðrir aðilar voru ekki tilbúnir í þennan leik hér í dag." Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna eftir leikinn í dag.

Magni missti mann af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik og það hlítur að hafa riðlað til skipurlaginu hjá Magna í þessum leik.
„Já alveg klárlega og bara ekki spurning. Ég er búin að ræða við minn mann og miðað við hvernig maðurinn dettur í grasið að guð minn almáttugur. Ég bara trúi ekki að menn geri svona, ég er svo fúll útí svindlara og að menn láti sig bara detta og fiska rautt spjald, ég þoli þetta ekki."

Sveinn var ekki parsáttur með dómaratríóið í leiknum í dag.
„Illa, það eru bara ákvarðarnir þarna í þessum leik sem að ég bara skil ekki, ég bara næ ekki í rauninni hvernig ekki er hægt að sjá svona og falla fyrir svona svikurum, ég bara næ þessu ekki og ég er svo fúll. Við gagnrýnum alveg okkur og við förum alveg yfir okkar leik og annað og munum vinna í því sem að við hefðum gert betur og annað en það er svo svekkjandi þegar að menn mæta hérna ekki tilbúnir í svona leik og ekki tilbúnir í svona aðstæður og annað og hálfpartinn nenna þessu ekki, það er ofboðslega svekkjandi og þá er ég að tala um alla í þessu dómaratríói og ég er hundfúll yfir þeim." 

Magni eru eins og Njarðvíkignar í hörku baráttu um að halda sæti sínu í Inkasso deildinni.
„ Við tökum bara einn leik í einu og það er Grótta næst og við ætlum bara að vinna Gróttu, við stefnum að því að vinna Gróttu heima næsta laugardag og tökum á móti þeim þar og gefur allt í þann leik klárlega þannig er það bara einn leikur í einu."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner