Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   lau 24. ágúst 2019 19:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Sveinn Þór: Það hjálpaði okkur allavega ekki að aðrir aðilar voru ekki tilbúnir í þennan leik
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magni ferðaðist suður með sjó í dag þegar flautað var til leiks í 18.Umferð Inkasso deildar karla en Magni heimsótti þá Njarðvíkingar á Rafholtsvöllinn.
Magni hafði fyrir þennan leik náð að tengja saman tvo sigra í síðustu tveim leikjum en það átti eftir að breytast í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

„Hundfúll auðvitað, ég er ekkert hundfúll yfir framistöðu minna manna, mér fannst við gefa allt í þetta og undirbúðum okkur ofboðslega vel og mættum hérna til þess að vinna Njarðvík í dag en það hjálpaði okkur allavega ekki að aðrir aðilar voru ekki tilbúnir í þennan leik hér í dag." Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna eftir leikinn í dag.

Magni missti mann af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik og það hlítur að hafa riðlað til skipurlaginu hjá Magna í þessum leik.
„Já alveg klárlega og bara ekki spurning. Ég er búin að ræða við minn mann og miðað við hvernig maðurinn dettur í grasið að guð minn almáttugur. Ég bara trúi ekki að menn geri svona, ég er svo fúll útí svindlara og að menn láti sig bara detta og fiska rautt spjald, ég þoli þetta ekki."

Sveinn var ekki parsáttur með dómaratríóið í leiknum í dag.
„Illa, það eru bara ákvarðarnir þarna í þessum leik sem að ég bara skil ekki, ég bara næ ekki í rauninni hvernig ekki er hægt að sjá svona og falla fyrir svona svikurum, ég bara næ þessu ekki og ég er svo fúll. Við gagnrýnum alveg okkur og við förum alveg yfir okkar leik og annað og munum vinna í því sem að við hefðum gert betur og annað en það er svo svekkjandi þegar að menn mæta hérna ekki tilbúnir í svona leik og ekki tilbúnir í svona aðstæður og annað og hálfpartinn nenna þessu ekki, það er ofboðslega svekkjandi og þá er ég að tala um alla í þessu dómaratríói og ég er hundfúll yfir þeim." 

Magni eru eins og Njarðvíkignar í hörku baráttu um að halda sæti sínu í Inkasso deildinni.
„ Við tökum bara einn leik í einu og það er Grótta næst og við ætlum bara að vinna Gróttu, við stefnum að því að vinna Gróttu heima næsta laugardag og tökum á móti þeim þar og gefur allt í þann leik klárlega þannig er það bara einn leikur í einu."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner