Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 24. ágúst 2019 19:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Sveinn Þór: Það hjálpaði okkur allavega ekki að aðrir aðilar voru ekki tilbúnir í þennan leik
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magni ferðaðist suður með sjó í dag þegar flautað var til leiks í 18.Umferð Inkasso deildar karla en Magni heimsótti þá Njarðvíkingar á Rafholtsvöllinn.
Magni hafði fyrir þennan leik náð að tengja saman tvo sigra í síðustu tveim leikjum en það átti eftir að breytast í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

„Hundfúll auðvitað, ég er ekkert hundfúll yfir framistöðu minna manna, mér fannst við gefa allt í þetta og undirbúðum okkur ofboðslega vel og mættum hérna til þess að vinna Njarðvík í dag en það hjálpaði okkur allavega ekki að aðrir aðilar voru ekki tilbúnir í þennan leik hér í dag." Sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna eftir leikinn í dag.

Magni missti mann af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik og það hlítur að hafa riðlað til skipurlaginu hjá Magna í þessum leik.
„Já alveg klárlega og bara ekki spurning. Ég er búin að ræða við minn mann og miðað við hvernig maðurinn dettur í grasið að guð minn almáttugur. Ég bara trúi ekki að menn geri svona, ég er svo fúll útí svindlara og að menn láti sig bara detta og fiska rautt spjald, ég þoli þetta ekki."

Sveinn var ekki parsáttur með dómaratríóið í leiknum í dag.
„Illa, það eru bara ákvarðarnir þarna í þessum leik sem að ég bara skil ekki, ég bara næ ekki í rauninni hvernig ekki er hægt að sjá svona og falla fyrir svona svikurum, ég bara næ þessu ekki og ég er svo fúll. Við gagnrýnum alveg okkur og við förum alveg yfir okkar leik og annað og munum vinna í því sem að við hefðum gert betur og annað en það er svo svekkjandi þegar að menn mæta hérna ekki tilbúnir í svona leik og ekki tilbúnir í svona aðstæður og annað og hálfpartinn nenna þessu ekki, það er ofboðslega svekkjandi og þá er ég að tala um alla í þessu dómaratríói og ég er hundfúll yfir þeim." 

Magni eru eins og Njarðvíkignar í hörku baráttu um að halda sæti sínu í Inkasso deildinni.
„ Við tökum bara einn leik í einu og það er Grótta næst og við ætlum bara að vinna Gróttu, við stefnum að því að vinna Gróttu heima næsta laugardag og tökum á móti þeim þar og gefur allt í þann leik klárlega þannig er það bara einn leikur í einu."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner