Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 24. nóvember 2021 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekkert tengt launum - „Ætluðu sér að fá mig frá fyrsta degi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Snær Magnússon er 29 ára miðjumaður sem gekk í raðir Keflavíkur frá ÍA á dögunum. Sindri gekk í raðir ÍA árið 2019 og hafði hann leikið með Keflavík árin 2014 og 2015. Sindri ræddi við Fótbolta.net í dag og má sjá viðtalið í spilaranum að ofan.

„Keflavík sýndi ótrúlega mikinn áhuga frá því að það mátti tala við leikmenn og á endanum valdi ég Keflavík og er mjög sáttur í dag," sagði Sindri.

Ekkert tengt launum
Af hverju ertu að fara frá ÍA?

„Það endaði þannig að við náum ekki saman. Ég get ekki gefið þjálfaranum meira hrós og okkar samstarf var mjög gott. En á endanum var þetta þannig að við, ég og stjórnin, náðum ekki saman um framhald á samning og því þurfti ég að leita annað. Það var ekki tengt launum eða neitt svoleiðis. Það skilja allir sáttir."

Komið smá jafnvægi
„Ég á marga góða vini og félaga í kringum klúbbinn (Keflavík). Ég spilaði með tveimur leikmönnum sem voru þegar ég var síðast og ég spilaði einnig með aðstoðarþjálfaranum. Það er mjög gaman að vera mættur aftur og sjá einhverja vini sína í stúkunni."

„Staðan hjá Keflavík er klárlega breytt frá því ég var þar síðast. Það er allt annar leikmannahópur, eins einfalt og það hljómar, og búið að halda vel utan um liðið síðan það féll 2015. Það er búið að gera vel, flakkað upp og niður en það virðist vera komið smá stabílitet og þeir stóðu sig vel í sumar. Markmiðið er að standa sig enn betur næsta sumar."


Áhuginn skilaði sér
Talað var um að þú værir í viðræðum við fleiri lið en Keflavík. Hvað hafði Keflavík fram yfir hin liðin?

„Áhugi, kraftur, höfðu samband og voru duglegir. Þeir ætluðu sér að fá mig frá fyrsta degi og það skilaði sér. Ég er mjög sáttur í dag," sagði Sindri Snær.
Athugasemdir