Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mið 24. nóvember 2021 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekkert tengt launum - „Ætluðu sér að fá mig frá fyrsta degi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Snær Magnússon er 29 ára miðjumaður sem gekk í raðir Keflavíkur frá ÍA á dögunum. Sindri gekk í raðir ÍA árið 2019 og hafði hann leikið með Keflavík árin 2014 og 2015. Sindri ræddi við Fótbolta.net í dag og má sjá viðtalið í spilaranum að ofan.

„Keflavík sýndi ótrúlega mikinn áhuga frá því að það mátti tala við leikmenn og á endanum valdi ég Keflavík og er mjög sáttur í dag," sagði Sindri.

Ekkert tengt launum
Af hverju ertu að fara frá ÍA?

„Það endaði þannig að við náum ekki saman. Ég get ekki gefið þjálfaranum meira hrós og okkar samstarf var mjög gott. En á endanum var þetta þannig að við, ég og stjórnin, náðum ekki saman um framhald á samning og því þurfti ég að leita annað. Það var ekki tengt launum eða neitt svoleiðis. Það skilja allir sáttir."

Komið smá jafnvægi
„Ég á marga góða vini og félaga í kringum klúbbinn (Keflavík). Ég spilaði með tveimur leikmönnum sem voru þegar ég var síðast og ég spilaði einnig með aðstoðarþjálfaranum. Það er mjög gaman að vera mættur aftur og sjá einhverja vini sína í stúkunni."

„Staðan hjá Keflavík er klárlega breytt frá því ég var þar síðast. Það er allt annar leikmannahópur, eins einfalt og það hljómar, og búið að halda vel utan um liðið síðan það féll 2015. Það er búið að gera vel, flakkað upp og niður en það virðist vera komið smá stabílitet og þeir stóðu sig vel í sumar. Markmiðið er að standa sig enn betur næsta sumar."


Áhuginn skilaði sér
Talað var um að þú værir í viðræðum við fleiri lið en Keflavík. Hvað hafði Keflavík fram yfir hin liðin?

„Áhugi, kraftur, höfðu samband og voru duglegir. Þeir ætluðu sér að fá mig frá fyrsta degi og það skilaði sér. Ég er mjög sáttur í dag," sagði Sindri Snær.
Athugasemdir
banner