Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 24. nóvember 2021 11:55
Elvar Geir Magnússon
Man Utd í pattstöðu á meðan PSG reynir að sannfæra Zidane
Zinedine Zidane er fyrrum stjóri Real Madrid.
Zinedine Zidane er fyrrum stjóri Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið AS segir að Manchester United sé í pattstöðu. Félagið vill ráða Mauricio Pochettino sem nýjan stjóra. Pochettino er sagður klár í slaginn en hann er stjóri Paris Saint-Germain og þarf að fá grænt ljós frá franska stórliðinu.

PSG ku vera tilbúið að hleypa Pochettino til Manchester ef Zinedine Zidane, sem er nú án atvinnu, er klár í að taka við Parísarliðinu.

Samkvæmt frétt AS hefur PSG hinsvegar ekki náð að sannfæra Zidane um að taka við á þessum tímapunkti. Frakkinn sé ekki hrifinn af því að taka við starfinu á miðju tímabili.

United gæti endað á því að ráða bráðabirgðastjóra út tímabilið, eins og félagið áætlaði að gera áður en það sá möguleika á því að fá Pochettino strax.

United hefur rætt við Ernesto Valverde, fyrrum stjóra Barcelona, um að gerast bráðabirgðastjóri. Þessi 57 ára stjóri stýrði Barcelona frá maí 2017 til janúar 2020. Undir hans stjórn vann liðið La Liga tvisvar og varð einnig bikarmeistari.

Michael Carrick stýrir Manchester United tímabundið á meðan félagið leitar að stjóra í stað Ole Gunnar Solskjær sem var rekinn á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner