Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   lau 25. janúar 2020 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Atli Hrafn hefði mátt vanda sig aðeins betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Reykjavíkur Víkings, var í viðtali við Fótbolta.net eftir 4-0 sigur á Fram í lokaleik liðsins í Fótbolta.net mótinu. Öll fjögur mörkin komu í seinni hálfleik.

Arnar var spurður út í leik sinna manna og hvað hann hefði verið að prófa í leiknum. Þá var hann spurður út í atvik undir lok leiks þegar Atli Hrafn Andrason greip í treyju Andra Þórs Sólbergssonar þegar Andri var kominn framhjá Atla.

Andri lá eftir og kölluðu stuðningsmenn og þjálfarar Fram eftir rauða spjaldinu. Einar Ingi Jóhannsson gaf Atla gult spjald fyrir brotið.

„Ég upplifi þetta þannig að Atli hafi verið að stöðva sókn Fram. Atli reif í peysuna hans og Framarinn datt mjög illa. Frá mér séð er erfitt að segja að þetta hafi verið rautt spjald," sagði Arnar.

„Maður sér svona brot í hverri einustu viku. Þetta var bara óheppilegt. Að sjálfsögðu var hann að stoppa sóknna, svokallað 'professional foul', hann hefði kannski mátt vanda sig aðeins betur."

Hefði Arnar viljað fá rautt spjald ef brotið hefði verið á hans eigin leikmann? „Ég ætla vona að ég hefði verið nægilega rólegur og skynsamur til að skilja að þetta er bara gult en jú, að sjálfsögðu hefði ég viljað fá rautt," sagði Arnar og hló.

Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner