Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   lau 25. janúar 2020 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Atli Hrafn hefði mátt vanda sig aðeins betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Reykjavíkur Víkings, var í viðtali við Fótbolta.net eftir 4-0 sigur á Fram í lokaleik liðsins í Fótbolta.net mótinu. Öll fjögur mörkin komu í seinni hálfleik.

Arnar var spurður út í leik sinna manna og hvað hann hefði verið að prófa í leiknum. Þá var hann spurður út í atvik undir lok leiks þegar Atli Hrafn Andrason greip í treyju Andra Þórs Sólbergssonar þegar Andri var kominn framhjá Atla.

Andri lá eftir og kölluðu stuðningsmenn og þjálfarar Fram eftir rauða spjaldinu. Einar Ingi Jóhannsson gaf Atla gult spjald fyrir brotið.

„Ég upplifi þetta þannig að Atli hafi verið að stöðva sókn Fram. Atli reif í peysuna hans og Framarinn datt mjög illa. Frá mér séð er erfitt að segja að þetta hafi verið rautt spjald," sagði Arnar.

„Maður sér svona brot í hverri einustu viku. Þetta var bara óheppilegt. Að sjálfsögðu var hann að stoppa sóknna, svokallað 'professional foul', hann hefði kannski mátt vanda sig aðeins betur."

Hefði Arnar viljað fá rautt spjald ef brotið hefði verið á hans eigin leikmann? „Ég ætla vona að ég hefði verið nægilega rólegur og skynsamur til að skilja að þetta er bara gult en jú, að sjálfsögðu hefði ég viljað fá rautt," sagði Arnar og hló.

Nánar er rætt við Arnar í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir