Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 25. febrúar 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Icelandair
Hlín á æfingunni í dag.
Hlín á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð stemning á æfingunni.
Góð stemning á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín fagnar marki.
Hlín fagnar marki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við vorum að ljúka við að fara yfir þann leik saman á fundi. Alls ekki okkar besti leikur en það eru jákvæðir punktar engu að síður. Það eru einföld atriði sem við þurfum að laga en ég hef fulla trú á því að okkur takist að laga það fyrir þriðjudaginn," sagði Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður íslenska landsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu á Kópavogsvelli í dag.

Á þriðjudaginn spilar Ísland mikilvægan leik; seinni leik okkar við Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar. Með sigri heldur Ísland sér í A-deildinni.

Fyrri leikurinn gegn Serbíu ytra endaði með 1-1 jafntefli en íslenska liðið spilaði ekki sinn besta leik þar. Hlín var fremsti leikmaður Íslands en hún var ekki mikið í boltanum.

„Það var mikil þolinmæðisvinna að spila sem framherji í þessum leik. Ég fékk boltann mjög sjaldan og það er eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik, finna út úr því hvort ég þurfi að mæta boltanum neðar eða hvort ég þurfi að hlaupa enn meira á bak við," segir Hlín.

„Þetta var kannski ekki skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað en það er alltaf gaman að spila landsleik samt sem áður."

Býst ekki við eins leik
Það er margt sem íslenska liðið getur bætt fyrir seinni leikinn á þriðjudaginn.

„Já, alveg klárlega. Það eru lítil atriði sem við þurfum að laga og þá held ég að við getum náð mjög góðri frammistöðu," segir Hlín. „Mér fannst við ekki betri en þær á föstudaginn en þær eru mjög öðruvísi lið. Þetta eru mjög ólík lið og það er erfitt að bera þau saman. Stefnan er klárlega að vera betri en þær á þriðjudaginn."

Hlín býst við öðruvísi leik á þriðjudaginn. „Ég held að það muni muna smá fyrir okkur að spila á gervigrasinu. Vonandi náum við að halda aðeins betur í boltann. Svo erum við á heimavelli og vonandi gefur það okkur eitthvað. Ég býst ekki við alveg eins leik."

Frekar verið til í Valsvöllinn
Það eru margir leikmenn í hópnum með Blikatengingu en það er alls ekki þannig hjá Hlín. Hvernig líst henni að spila á Kópavogsvelli?

„Mér finnst gaman að spila á Íslandi en ég er ekki stærsti aðdáandi Kópavogsvallar," sagði Hlín og hló. „Ég hefði frekar verið til í að spila á Valsvellinum en þetta er góður völlur, góðir klefar og góð aðstaða. Vonandi mætir fólk á völlinn þó leikurinn sé klukkan 14:30."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner