Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. maí 2023 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu þegar leikmaður Selfoss hrækti á andstæðing - „Það er ótrúleg hegðun"
Lengjudeildin
Gonzalo Zamorano.
Gonzalo Zamorano.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingar enduðu aðeins með níu leikmenn inn á vellinum er þeir töpuðu 1-2 fyrir Fjölni í Lengjudeildinni fyrr í þessari viku.

Þorlákur Breki Þ. Baxter fékk tvö gul spjöld eftir tíu mínútur í seinni hálfleik og fékk Gonzalo Zamorano að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir að hrækja á andstæðing, Dag Inga Axelsson, í uppbótartímanum.

„Selfyssingar voru sér svolítið til skammar, það verður að segjast," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu og bætti svo við:

„Á 51. mínútu er Þorlákur Breki með boltann fyrir utan teig og hendir sér í einhverja mestu dýfu sem ég hef séð. Hann fær réttilega gult spjald. Fjórum mínútum síðar er hægri bakvörður Fjölnis með boltann, '700 metrum' frá marki og hann (Þorlákur) ákveður að taka hopp tæklingu og er alltof seinn. Hann fær gult og rautt."

„Þorlákur Breki er spennandi ungur leikmaður en þarf greinilega að stilla hausinn betur," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Já, þetta var fáránlegt. Sigurvin Reynisson fær svo rautt hinum megin, og Gonzi hrækir svo á mann og fær rautt," sagði Tómas. „Það er ótrúleg hegðun," sagði Benedikt Bóas Hinriksson í þættinum.

Gary Martin, leikmaður Selfoss, var í viðtali á 433.is í dag þar sem hann tjáði sig um hegðun liðsfélaga sinna. Hann var hreinskilinn og sagði: „Rauða spjaldið á Breka var fótboltalegs eðlis. Það sem Gonzalo gerði var óafsakanlegt á alla vegu og hann veit það," sagði sá enski.

Twana Khalid Ahmed dæmdi leikinn og gerði það vel en hér fyrir neðan er hægt að sjá myndband af atvikinu þegar Gonzalo hrækir á Dag í uppbótartíma leiksins.


Innkastið - Yfirlýsingagleði og vonbrigði norðan heiða
Athugasemdir
banner
banner