Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   þri 25. júní 2024 21:53
Sölvi Haraldsson
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður bara illa. Þetta er orðið ansi súrt.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir sjöunda tap Fylkis í röð í deildinni.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  0 Fylkir

Gunnar telur að gæðin á seinasta þirðjungnum hafi ekki veirð til staðar í dag. 

„Þetta var barningsleikur. Hann spilaðist mikið á milli vítateiga. Bæði lið fengu ekki mörg opin færi. Við vorum oft að koma okkur í góðar stöður en þá vantaði bara gæðin á seinasta þriðjungnum að skapa okkur fleiri færi.

Tapleikurinn í dag var sjöundi tapleikur Fylkis í röð í deildinni.

Jújú takk fyrir að minna mig á það að það séu komnir 7 leikir. Já þetta svíður. Það er aldrei gaman að tapa fótboltaleik. Við erum ekki brotnar. Við höldum áfram og þurfum að þjappa okkur saman, það er bara næsti leikur. Það styttist alltaf í næsta sigur.“

Eva Rut, fyrirliði Fylkis, fór meidd af velli í dag en Gunnar segir að hún hafi spilað lengur í dag en hún átti í raun og veru að gera.

Hún var tæp fyrir þennan leik og fyrir norðan líka. Hún á í við smá meiðslum. Við píndum hana aðeins og spiluðum henni lengur en við ætluðum okkur að gera.“

Gunnar fékk gult spjald undir lok leiks fyrir mótlæti en hann segir að það féll nánast ekkert sáatriði með þeim í dag.

Það er lítið eftir og púlsinn er orðinn hár, maður verður að lifa sig inn í leikinn. Til að vera augljós hérna þá var á maður ekkert að vera að kvarta yfir einhverju innkasti. Hvert smáatriði skiptir samt máli og að þau falli fyrir okkur, mér fannst slíkt ekki falla fyrir okkur í dag. En svona er bara boltinn.“

Viðtalið við Gunnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner