banner
   lau 25. júlí 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingibjörg skoraði - Risasigur hjá Rosengård
Ingibjörg við hlið Guðbjargar Gunnarsdóttur. Þær voru liðsfélagar hjá sænska félaginu Djurgården.
Ingibjörg við hlið Guðbjargar Gunnarsdóttur. Þær voru liðsfélagar hjá sænska félaginu Djurgården.
Mynd: Ingibjörg Sigurðardóttir
Noregur - efsta deild kvenna
Vålerenga 2 - 1 Avaldsnes

Vålerenga er þessa stundina í toppsæti norsku kvenna-Toppserien eftir 2-1 endurkomusigur gegn Avaldsnes á heimavelli í gær. Gestirnir leiddu frá 5. mínútu til 69. mínútu þegar Ingibjörg Sigurðardóttir jafnaði leikinn fyrir Vålerenga. Sigurmarkið kom svo á 89. mínútu og tryggði sigurinn. Vålerenga er með níu stig og var þetta þriðji sigur liðsins í röð.

4. umferðinni er ekki lokið og því ekki víst hvort Vålerenga haldi toppsætinu. Ingibjörg lék allan leikinn líkt og í fyrstu þremur umferðunum.

Svíþjóð - efsta deild kvenna
Rosengård 6 - 0 Örebro

Rosengård vann sinn fimmta leik á tímabilinu í gær þegar liðið vann mjög sannfærandi heimasigur á Örebro í 6. umferð sænsku kvenna-Allsvenskan.

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í liði Rosengård. Staðan var 4-0 í hálfleik og leiknum lauk með 6-0 sigri. Rosengård er með fimmtán stig eftir umferðirnar sex. Gautaborg getur tekið toppsætið af Rosengård með sigri í leiknum sem Gautaborg á til góða á toppliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner