Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   sun 25. júlí 2021 20:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Jó: Erum með okkar markmið og vinnum eftir því
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær sigur og fínn leikur af okkar hálfu. Ég er mjög sáttur," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, eftir 3-0 sigur gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 FH

„Þeir voru undan vindi í fyrri hálfleik og það er ekki óeðlilegt að við þurfum að verjast þá aðeins. Það voru nokkrir boltar sem duttu í teignum okkar lausir en við náðum að hreinsa. Það var frábært að gera mark í fyrri hálfleik og fara með það inn."

FH komst í 1-0 með marki úr vítaspyrnu og Steven Lennon skoraði svo aftur úr víti snemma í seinni hálfleiknum.

„Mér fannst við vera með mikla yfirburði í seinni hálfleik... ég verð að viðurkenna að ég sá hvorugt vítið. Ég er búinn að spyrja leikmenn mína og þeir segja að þetta hafi verið 100 prósent víti. Ég sá það ekki."

FH er búið að fjarlægjast fallsvæðið eftir tvo sigra í röð í deildinni.

„Við teljum búa meira í þessu liði en hefur verið sýnt hingað til. Það eru ágætis framfarir hjá okkur núna."

„Við erum með okkar markmið og vinnum eftir því. Það þýðir ekki að fara fram úr sér."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner