Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 25. ágúst 2024 21:09
Sverrir Örn Einarsson
Höskuldur: Ef maður bankar nógu oft
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Maður er bara í smá spennufalli núna. Þetta var rosalegur járn í járn leikur. Skaginn með þrusuflott lið, erfiðir, á góðu skriði og mikill andi í þeim. Sömuleiðis í okkur þannig að þetta voru tvö lið að koma inn í leikinn af miklum krafti og leikurinn einkenndist af því. En þetta var mjög sætt.“ Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks að loknum 2-1 sigri Breiðabliks á liði ÍA á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og fengu bæði lið álitlegar stöður til þess að skora sem gekk þó ekki. Í upphafi síðari hálfleiks var lið ÍA öllu sterkara og komst nokkuð verðskuldað yfir. Við það hresstust Blikar þó heldur og herjuðu á heimamenn og uppskáru ávöxt þess erfiðis þegar upp var staðið.

„Þetta mark þeirra var smá tuska í andlitið. En ég er ánægður með viðbragðið. Liðið missti ekki hausinn og enn meira í sóknaraðgerðirnar. Við köstuðum öllu fram en héldum samt strúktúr. En við sýndum mikið hugrekki og það er þannig að ef þú bankar nógu oft á dyrnar þá opnast eitthvað.“

Vel var komið fram í uppbótartíma þegar Breiðablik fékk dæmda vítaspyrnu. Fyrirliðinn Höskuldur fór á punktinn og skoraði af öryggi úr spyrnunni. En hvað fer um hugann þegar hann stendur á vítapunktinum á jafn mikilvægu augnabliki í leiknum?

„Auðvitað stressandi augnablik en maður reynir að geyma þær vangaveltur þar til eftir á. Maður reynir að hafa kaldan haus og að leyfa innsæinu að taka aðeins yfir. “

Sagði Höskuldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir