fös 25. september 2020 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Marseille borgar 12 milljónir fyrir brasilískan táning (Staðfest)
Luis Henrique er mættur til Frakklands.
Luis Henrique er mættur til Frakklands.
Mynd: Getty Images
Marseille er búið að festa kaup á brasilíska táningnum Luis Henrique, sem verður 19 ára í desember.

Franska félagið greiðir 12 milljónir evra fyrir Henrique sem hefur í heildina spilað 14 leiki fyrir Botafogo, skorað tvö mörk og lagt eitt upp.

Hann er réttfættur vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað á hægri kanti eða í fremstu víglínu.

Marseille endaði í öðru sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð og er búið að ná í sjö stig í fjórum leikjum á nýju tímabili.

Ólíklegt er að Henrique komist í byrjunarliðið að sinni en hann þarf að berjast við menn á borð við Dimitri Payet og Florian Thauvin um sæti í framlínunni.
Athugasemdir
banner
banner