Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   lau 25. september 2021 17:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Grétars: Tilfinningin var eins og að tapa
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta er ömurlegt, við töpuðum ekki í dag en tilfinningin var eins og að tapa," sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 2-2 jafntefli gegn FH í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 FH

„Vitandi það að ná í þrjú stig hefðum við verið í þriðja sæti sem hefði verið skemmtilegra en að vera í fjórða sæti og með tvö stig meira. Eiga þá smá möguleika á því að Víkingur klári sitt og geta þá farið bakdyra megin inn í evrópu, það gerir þetta ennþá meira svekkjandi," hélt Arnar áfram.

Þrátt fyrir allt þá er Arnar ánægður með hvar liðið er statt í dag.

„Er hrikalega stoltur af strákunum fyrir sumarið, hvert við erum komnir. Að sjá það hvernig menn eru inn í klefanum eftir leik, það var mikið svekkelsi og menn mjög fúlir, það segir manni það að menn eru komnir á góðan stað og vilja meira."

Dusan Brkovic var rekinn af velli með tvö gul spjöld. Arnar var ekki sáttur með þá ákvörðun.

„Þessi tvö gulu spjöld á Dusan, ég hef ekki lagt það í vana minn að tala um einhverja dóma en mér finnst þetta mjög sérstakar ákvarðanir hjá Einari."

Að lokum sagðist Arnar vera stoltur af liðinu á tímabilinu í heild.

„Helit yfir þá er ég hrikalega ánægður með hópinn. Við spiluðum góðan fótbolta, ég rýni alltaf í frammistöðuna en ekki úrslitin sérstaklega í þeim leikjum sem við náðum ekki í úrslit þá vorum við með flotta frammistöðu og við þurfum að breyta því í sigurleiki. Það er miklu betri taktur í liðinu, það er margt jákvætt en við þurfum að bæta ákveðna hluti ef við viljum virkilega keppa við liðin fyrir ofan okkur, það er verðugt verkefni en þangað viljum við fara."
Athugasemdir
banner
banner