Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 25. september 2021 17:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Grétars: Tilfinningin var eins og að tapa
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta er ömurlegt, við töpuðum ekki í dag en tilfinningin var eins og að tapa," sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 2-2 jafntefli gegn FH í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 FH

„Vitandi það að ná í þrjú stig hefðum við verið í þriðja sæti sem hefði verið skemmtilegra en að vera í fjórða sæti og með tvö stig meira. Eiga þá smá möguleika á því að Víkingur klári sitt og geta þá farið bakdyra megin inn í evrópu, það gerir þetta ennþá meira svekkjandi," hélt Arnar áfram.

Þrátt fyrir allt þá er Arnar ánægður með hvar liðið er statt í dag.

„Er hrikalega stoltur af strákunum fyrir sumarið, hvert við erum komnir. Að sjá það hvernig menn eru inn í klefanum eftir leik, það var mikið svekkelsi og menn mjög fúlir, það segir manni það að menn eru komnir á góðan stað og vilja meira."

Dusan Brkovic var rekinn af velli með tvö gul spjöld. Arnar var ekki sáttur með þá ákvörðun.

„Þessi tvö gulu spjöld á Dusan, ég hef ekki lagt það í vana minn að tala um einhverja dóma en mér finnst þetta mjög sérstakar ákvarðanir hjá Einari."

Að lokum sagðist Arnar vera stoltur af liðinu á tímabilinu í heild.

„Helit yfir þá er ég hrikalega ánægður með hópinn. Við spiluðum góðan fótbolta, ég rýni alltaf í frammistöðuna en ekki úrslitin sérstaklega í þeim leikjum sem við náðum ekki í úrslit þá vorum við með flotta frammistöðu og við þurfum að breyta því í sigurleiki. Það er miklu betri taktur í liðinu, það er margt jákvætt en við þurfum að bæta ákveðna hluti ef við viljum virkilega keppa við liðin fyrir ofan okkur, það er verðugt verkefni en þangað viljum við fara."
Athugasemdir
banner
banner