Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   lau 25. september 2021 17:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar Grétars: Tilfinningin var eins og að tapa
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Þetta er ömurlegt, við töpuðum ekki í dag en tilfinningin var eins og að tapa," sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA eftir 2-2 jafntefli gegn FH í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 FH

„Vitandi það að ná í þrjú stig hefðum við verið í þriðja sæti sem hefði verið skemmtilegra en að vera í fjórða sæti og með tvö stig meira. Eiga þá smá möguleika á því að Víkingur klári sitt og geta þá farið bakdyra megin inn í evrópu, það gerir þetta ennþá meira svekkjandi," hélt Arnar áfram.

Þrátt fyrir allt þá er Arnar ánægður með hvar liðið er statt í dag.

„Er hrikalega stoltur af strákunum fyrir sumarið, hvert við erum komnir. Að sjá það hvernig menn eru inn í klefanum eftir leik, það var mikið svekkelsi og menn mjög fúlir, það segir manni það að menn eru komnir á góðan stað og vilja meira."

Dusan Brkovic var rekinn af velli með tvö gul spjöld. Arnar var ekki sáttur með þá ákvörðun.

„Þessi tvö gulu spjöld á Dusan, ég hef ekki lagt það í vana minn að tala um einhverja dóma en mér finnst þetta mjög sérstakar ákvarðanir hjá Einari."

Að lokum sagðist Arnar vera stoltur af liðinu á tímabilinu í heild.

„Helit yfir þá er ég hrikalega ánægður með hópinn. Við spiluðum góðan fótbolta, ég rýni alltaf í frammistöðuna en ekki úrslitin sérstaklega í þeim leikjum sem við náðum ekki í úrslit þá vorum við með flotta frammistöðu og við þurfum að breyta því í sigurleiki. Það er miklu betri taktur í liðinu, það er margt jákvætt en við þurfum að bæta ákveðna hluti ef við viljum virkilega keppa við liðin fyrir ofan okkur, það er verðugt verkefni en þangað viljum við fara."
Athugasemdir
banner
banner