Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   sun 25. september 2022 17:11
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Planið er að halda áfram
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain
Nik Chamberlain
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með það að halda hreinu. Það var mikilvægast. Við vörðumst mjög vel og ég er bara ánægður að komast aftur á sigurbraut." Segir Nik Chamberlain þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna eftir 5-0 sigur á KR í dag.

"Í seinni hálfleik tókum við fótinn af bensíngjöfinni og þetta hefur gerst ítrekað í sumar að eftir góðan fyrri hálfleik þá hallar undan fæti í seinni hálfleik af eitthverri ástæðu"

Eftir leik dagsins þá er Þróttur í 4. sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir af tímabilinu.

„Ef við sækjum stig í næsta leik þá erum við með sama stigafjölda og í fyrra. Í heildina er ég ánægður. Undanfarinn ár höfum við þurft að eiga góðan seinni helming til að þurfa ekki að líta um öxl en í ár vorum við aldrei í neinni fallhættu. Gott fyrir unga leikmenn að fá mínútur í dag. Stelpur fæddar 2007 og 2008 spiluðu í dag og sú sem er fædd 2007 skoraði mark."

Nik Chamberlain hefur gert flotta hluti með liðið seinustu ár en hann tók við liðinu þegar það var í Lengjudeildinni.

„Planið er að halda áfram hér. Bæði ég og félagið þurfum að breyta nokkrum hlutum í vetur. Við þurfum bara að sækja leikmenn sem geta komið okkur á næsta skref"

Seinasta leikur liðsins er útileikur gegn Breiðabliki.

„Ég er spenntur fyrir leiknum. Seinustu ár höfum við tapað mjög stórt í Kópavogi. Ég vil fara þarna núna og sýna mun betri frammistöðu og sanna fyrir okkur að við getum keppt við bestu liðin í deildinni."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner