PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mán 25. september 2023 22:06
Þorsteinn Haukur Harðarson
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Mér fannst við byrja frábærlega. Ég sagði svo við einhvern á bekknum eftir 20 mínútur að það gæti verið svolítið dýrt að vera ekki búnir að skora með þessa yfirburði á vellinum svo það var blaut tuska í andlitið að fá þetta fyrsta mark á sig," sagði Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, eftir 3-1 tap gegn Blikum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Þrátt fyrir tapið í kvöld eru Víkingar Íslandsmeistarar árið 2023 og munu því ekki svekkja sig á tapinu of lengi. 

"Nei en samt hefði maður viljað fagna með stuðningsmönnunum eftir sigur. Það var svolítið skrítið að fagna titlinum með stuðningsmönnum eftir tapleik. En við erum verðugir Íslandsmeistarar."

Davíð Örn fór frá Víkingi til Breiðabliks fyrir tímabilið 2021 og horfði upp á uppeldisfélagið sitt vinna titilinn. Hann var síðan aftur kominn til Víkings þegar Blikar urðu meistarar í fyrra. Hann hefur því séð á eftir titlinum tvö seinustu tímabil og því sætt að vinna þann stóra loksins í ár. 

"Það var sárt að horfa upp á Víking lyfta titlinum á sínum tíma en ég ber engar tilfinningar til Breiðabliks svo það var ekkert verra en að horfa á eitthvað annað lið vinna. En nú get ég loksins farið sáttur í gröfina að vera búinn að vinna þennan titil. Árangur gerir mann samt þyrstan  í meiri árangur."

Davíð á ekki von á því að liðið komi saman og fagni titlinum í kvöld. "Ég bara veit það ekki. Það er leikur á fimmtudag og ég er að fara að kenna 2. bekk í Fossvogsskóla klukkan 8:30 í fyrramálið."


Athugasemdir
banner