Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 25. september 2023 22:06
Þorsteinn Haukur Harðarson
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Mér fannst við byrja frábærlega. Ég sagði svo við einhvern á bekknum eftir 20 mínútur að það gæti verið svolítið dýrt að vera ekki búnir að skora með þessa yfirburði á vellinum svo það var blaut tuska í andlitið að fá þetta fyrsta mark á sig," sagði Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, eftir 3-1 tap gegn Blikum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Þrátt fyrir tapið í kvöld eru Víkingar Íslandsmeistarar árið 2023 og munu því ekki svekkja sig á tapinu of lengi. 

"Nei en samt hefði maður viljað fagna með stuðningsmönnunum eftir sigur. Það var svolítið skrítið að fagna titlinum með stuðningsmönnum eftir tapleik. En við erum verðugir Íslandsmeistarar."

Davíð Örn fór frá Víkingi til Breiðabliks fyrir tímabilið 2021 og horfði upp á uppeldisfélagið sitt vinna titilinn. Hann var síðan aftur kominn til Víkings þegar Blikar urðu meistarar í fyrra. Hann hefur því séð á eftir titlinum tvö seinustu tímabil og því sætt að vinna þann stóra loksins í ár. 

"Það var sárt að horfa upp á Víking lyfta titlinum á sínum tíma en ég ber engar tilfinningar til Breiðabliks svo það var ekkert verra en að horfa á eitthvað annað lið vinna. En nú get ég loksins farið sáttur í gröfina að vera búinn að vinna þennan titil. Árangur gerir mann samt þyrstan  í meiri árangur."

Davíð á ekki von á því að liðið komi saman og fagni titlinum í kvöld. "Ég bara veit það ekki. Það er leikur á fimmtudag og ég er að fara að kenna 2. bekk í Fossvogsskóla klukkan 8:30 í fyrramálið."


Athugasemdir
banner
banner
banner