Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 25. september 2023 22:06
Þorsteinn Haukur Harðarson
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Mér fannst við byrja frábærlega. Ég sagði svo við einhvern á bekknum eftir 20 mínútur að það gæti verið svolítið dýrt að vera ekki búnir að skora með þessa yfirburði á vellinum svo það var blaut tuska í andlitið að fá þetta fyrsta mark á sig," sagði Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, eftir 3-1 tap gegn Blikum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

Þrátt fyrir tapið í kvöld eru Víkingar Íslandsmeistarar árið 2023 og munu því ekki svekkja sig á tapinu of lengi. 

"Nei en samt hefði maður viljað fagna með stuðningsmönnunum eftir sigur. Það var svolítið skrítið að fagna titlinum með stuðningsmönnum eftir tapleik. En við erum verðugir Íslandsmeistarar."

Davíð Örn fór frá Víkingi til Breiðabliks fyrir tímabilið 2021 og horfði upp á uppeldisfélagið sitt vinna titilinn. Hann var síðan aftur kominn til Víkings þegar Blikar urðu meistarar í fyrra. Hann hefur því séð á eftir titlinum tvö seinustu tímabil og því sætt að vinna þann stóra loksins í ár. 

"Það var sárt að horfa upp á Víking lyfta titlinum á sínum tíma en ég ber engar tilfinningar til Breiðabliks svo það var ekkert verra en að horfa á eitthvað annað lið vinna. En nú get ég loksins farið sáttur í gröfina að vera búinn að vinna þennan titil. Árangur gerir mann samt þyrstan  í meiri árangur."

Davíð á ekki von á því að liðið komi saman og fagni titlinum í kvöld. "Ég bara veit það ekki. Það er leikur á fimmtudag og ég er að fara að kenna 2. bekk í Fossvogsskóla klukkan 8:30 í fyrramálið."


Athugasemdir
banner