Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
   mán 25. september 2023 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik í kvöld.
Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nýkrýndir Íslands-og Bikarmeistarar Víkinga heimsóttu Breiðablik í kvöld á Kópavogsvöll þegar lokaleikur 2.umferðar efri hluta Bestu deildarinnar lauk. 

Leikir þessara liða í gegnum tíðina hafa verið mikil skemmtun og Leikir liðana í sumar hafa verið mjög fjörugir og var þessi leikur lítið síðri. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Mjög svekkjandi. Alltaf leiðinlegt að tapa leikjum og mjög leiðinlegt að tapa þeim hérna á Kópavogsvelli en svona blendnar tilfiningar svolítið, frammistaðan var góð sérstaklega í fyrri hálfleik og þó að við værum 2-0 undir að þá voru þetta svona skrípamörk sem að við fáum á okkur þannig að 2-0 gaf klárlega ranga mynd hvernig staðan var í hálfleik." Sagði Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga eftir leik. 

„Reynum að koma tilbaka í seinni hálfleik sem að gengur bara ekki nógu vel. Reynum að breyta svolítið til og taka Niko útaf og setja Helga inná með meiri hraða og reynum að ógna meira á bakvið sem að gekk ekki nógu vel en síðan þegar við skorum 2-1 markið þá fannst mér það vera svona mómentið sem við erum að koma tilbaka og svekkjandi að fá þriðja markið þá í andlitið á okkur." 

Þetta var annar leikurinn sem Víkingar tapa í sumar en Víkingar höfðu ekki tapað leik í deildinni frá því þeir töpuðu fyrir Val í fyrri umferð Bestu deildarinnar en Sölvi vildi þó ekki meina að Víkingar væru búnir að gleyma tilfiningunni á því hvernig það er að tapa. 

„Kannski ekki gleyma henni, við gleymdum henni ekki en vissulega búið að ganga mjög vel í sumar hjá okkur  og búnir að vinna marga leiki og við viljum allavega ekki venjast því að tapa leikjum." 

Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner