Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mán 25. september 2023 14:00
Fótbolti.net
Úrslitaleikur Fótbolti.net bikarsins verður sýndur beint á Stöð 2 Sport
watermark Úrslitaleikurinn verður á Laugardalsvelli næsta föstudagskvöld.
Úrslitaleikurinn verður á Laugardalsvelli næsta föstudagskvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudagskvöld klukkan 19:15 mætast Víðir í Garði og KFG í úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins á Laugardalsvelli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Spennandi verður að sjá hvaða lið verður fyrsti sigurvegarinn í þessari nýju keppni sem er bikarkeppni neðri deilda

Leið Víðis í úrslitaleikinn
Víðismenn enduðu í 4. sæti 3. deildarinnar í sumar. Þeir sátu hjá í 1. umferð Fótbolti.net bikarsins en komu inn í 16-liða úrslitum þar sem þeir rúlluðu 5-1 yfir Hvíta Riddarann.

Í 8-liða úrslitum vann Víðir 2-0 sigur gegn Völsungi og svo 2-1 sigur gegn KFK í undanúrslitum á laugardaginn.

Leið KFG í undanúrslitum
Knattspyrnufélag Garðabæjar endaði í 8. sæti 2. deildarinnar í sumar. Liðið rúllaði yfir Sindra 5-1 í 1. umferð Fótbolti.net bikarsins og vann svo 2-0 útisigur gegn grönnum sínum í Augnabliki í 16-liða úrslitum.

KFG mætti svo ÍH í Hafnarfirði í 8-liða úrslitum, sá leikur endaði 2-2 og fór alla leið í vítakeppni þar sem KFG vann 3-2 sigur. Liðið fór austur í undanúrslitum og vann gríðarlega öflugan 1-0 útisigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner