Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 18:44
Brynjar Ingi Erluson
Williams og Phillips gætu yfirgefið Liverpool fyrir gluggalok
Nat Phillips
Nat Phillips
Mynd: Getty Images
Rhys Williams
Rhys Williams
Mynd: Getty Images
Ensku miðverðirnir Nat Phillips og Rhys Williams gætu yfirgefið Liverpool áður en glugginn lokar á mánudag en þetta kemur fram á Sky Sports.

Liverpool kallaði Williams, sem er tvítugur, til baka úr láni frá Swansea á dögunum þar sem hann náði ekki að brjóta sér leið inn í liðið.

Hann var mikilvægur á síðustu leiktíð er Liverpool tryggði sæti sitt í Meistaradeildinni. Liðið var í miðvarðaveseni meirihluta tímabils og tókst Williams að leysa það vel ásamt Phillips.

Ensku B-deildarfélögin Sheffield United og Reading hafa áhuga á því að fá hann á láni út tímabilið en Liverpool er ekki búið að taka ákvörðun hvort hann verði partur af aðalliðinu út tímabilið eða ekki.

Williams á 19 leiki fyrir aðallið Liverpool.

Nat Phillips líklega á förum

Liverpool er reiðubúið að selja Phillips, sem er 23 ára gamall, en félagið hefur hafnað tilboðum frá bæði Newcastle og Watford.

West Ham hefur fylgst náið með Phillips en Liverpool ætlar ekki að selja hann á tombóluverði.

Samkvæmt Press Association þá eru samt yfirgnæfandi líkur á því að yfirgefi félagið fyrir gluggalok.
Enski boltinn - Átti markið að standa?
Athugasemdir
banner
banner
banner