Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   mán 26. febrúar 2024 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Thomas Frank ósáttur: Augljós bakhrinding
Thomas Frank svaraði spurningum eftir 4-2 tap Brentford á útivelli gegn West Ham United í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Jarrod Bowen skoraði tvennu á fyrstu sjö mínútum leiksins en Brentford gafst ekki upp og minnkaði muninn, en endaði þó á að tapa leiknum.

„Ég er stoltur af strákunum fyrir að hafa ekki gefist upp en við vorum samt ekki nægilega góðir. Við getum spilað betur en þetta, West Ham var sterkara liðið í dag og verðskuldaði sigurinn. Þetta er svekkjandi útaf því að við spiluðum góðan leik gegn Manchester City í síðustu umferð og núna tókum við aftur tvö skref til baka eins og við höfum verið að gera allt tímabilið," sagði Frank, sem er ósáttur með frammistöðuna.

„Strákarnir eru með frábært hugarfar og þeir eru mjög vinnusamir en þeir voru einfaldlega ekki nógu góðir í dag. Ég er ótrúlega pirraður eftir þennan leik en ég er viss um að við munum ná að snúa þessu við."

Frank er einnig ósáttur með eitt atvik sem átti sér stað þegar Brentford var aðeins 2-1 undir, þegar bakvörðurinn Sergio Reguilón féll til jarðar innan vítateigs West Ham en engin vítaspyrna var dæmd.

„Að mínu mati þá átti þetta að vera vítaspyrna. Þetta er augljós bakhrinding sem Reguilón verður fyrir og ef þú spyrð mig þá er þetta víti. Við töpuðum 4-2 þannig að þessi vítaspyrna réði ekki beint úrslitum, en leikurinn hefði getað orðið öðruvísi með vítaspyrnudómi á þessum tímapunkti."

Brentford er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir þetta tap.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir