fim 26. mars 2020 16:33
Elvar Geir Magnússon
Heimild: DV 
Arnar Björns rekinn frá Sýn
Arnar að störfum á HM í Rússlandi 2018.
Arnar að störfum á HM í Rússlandi 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Björnsson, einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, hefur verið rekinn frá Sýn.

DV greinir frá þessu og segir að alls hafi 20 manns verið sagt upp störfum hjá fjölmiðlafyrirtækinu.

Hann segir við DV að það sé víðsfjarri að hann vilji barma sér yfir hlutskipti sínu.

„Það væri nú meiri aumingjaskapurinn á þessum tímum þegar margir eiga um sárt að binda," segir Arnar.

Arnar var áður hjá RÚV en hefur starfað fyrir Sýn og Stöð 2 Sport í mörg ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner