Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fim 26. mars 2020 13:17
Elvar Geir Magnússon
Tómlegt í Laugardal á deginum sem átti að vera stóri dagurinn
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það voru afskaplega fáir á ferli í Laugardalnum í dag þegar Fótbolti.net kíkti í heimsókn á Laugardalsvöll.

Í kvöld átti Ísland að mæta Rúmeníu í undankeppni EM.

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, segist sannfærður um að aðstæður til fótbolta hefðu verið með ágætum í kvöld enda kom völlurinn grænn undan hitapulsunni í dögunum.

Nú er hinsvegar snjóþekja yfir vellinum. Veðurspáin segir að hitastigið verði í kringum frostmark í kvöld og einhver snjókoma, þegar leikurinn hefði átt að vera spilaður.

Búið er að færa umspilið til júnímánaðar en Benedikt telur, eins og margir aðrir, mjög ólíklegt að spilað verði þá. Hann spáir því að leikið verði næsta haust.

Hér að ofan má sjá stutt innslag frá Laugardalsvelli í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner