Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
   fös 26. maí 2023 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daniel Jóhannesson: Nordsjælland best í heimi í að framleiða unga leikmenn
Geggjuð upplifun að spila fyrsta byrjunarliðsleikinn fyrir uppeldisfélagið
Lengjudeildin
Á að baki átta leiki fyrir U17 landsliðið.
Á að baki átta leiki fyrir U17 landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Yngstur sýnilega látinn sjá um boltana og vestin.
Yngstur sýnilega látinn sjá um boltana og vestin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Ingi Jóhannesson var í kvöld í fyrsta sinn í byrjunarliði ÍA í deildarleik á ferlinum. Daniel er sextán ára unglingalandsliðsmaður sem kom við sögu í einum leik á síðasta tímabili og var leikurinn í kvöld fimmti leikurinn ef með eru taldir tveir bikarleikir.

Fótbolti.net ræddi við kappann eftir sigurinn gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  3 ÍA

„Mér fannst þetta geggjuð upplifun, auðvitað fyrsti byrjunarliðsleikurinn fyrir uppeldisfélagið mitt. Þetta er auðvitað stórt augnablik. Sigurinn gerir þetta bara ennþá betra, þvílíkt sætur sigur, draumur."

„Það er alveg rok upp á Skaga, en þetta var bara geggjað. Ég viðurkenni að þetta var alveg erfitt en þetta var alveg þess virði, unnum leikinn. Mér fannst við gera okkar vel, við hefðum viljað halda boltanum aðeins meira. Ég spilaði úti á kanti, auðvitað vanur að spila á miðjunni en spila bara þar sem þjálfarinn segir mér að spila."


Í ÍA liðinu eru reynsluboltar og þar á meðal er fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Arnór Smárason. Hvernig er að koma inn í þetta ÍA lið?

„Það er hægt að læra mikið af þessum gaurum, ég lít upp til þeirra, hef séð þá spila síðan ég var lítill polli."

Jón Þór Hauksson, þjálfari Daniels, hrósaði honum mikið fyrir spilamennskuna í vetur.

„Ég fékk fullt af tækifærum og mér fannst ég nýta þau tækifæri mjög vel. Gaman að fá traustið frá þjálfaranum." Að spila með ÍA var ekki það eina sem Daniel gerði í vetur því hann fór einnig á reynslu til FC Nordsjælland og FC Kaupmannahafnar í Danmörku.

Hann tók ákvörðun fyrr í þessum mánuði að næsta skref á hans ferli yrði að spila með Nordsjælland og fer hann til Danmerkur í sumar.

„Ég fór í mars og ég var mjög ánægður hvernig þeir tóku á móti mér og sýndu mér hvernig klúbburinn væri. Mér leist bara helvíti vel á þetta."

En hvað hefur Nordsjælland fram yfir FCK?

„Það er erfitt að segja. Þeir eru bestir í heimi í að framleiða unga leikmenn, bestir í að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Það var það sem heillaði mig."

„Nei, ég tók bara þessa ákvörðun sjálfur,"
sagði Daniel aðspurður hvort einhver einn frekar en annar hefði hjálpað honum með þessa ákvörðun. „Ég fer í U19 liðið til að byrja með og svo vonandi sem fyrst upp í aðalliðið," sagði Daniel.

Í viðtalinu var hann nánar spurður út í Nordsjælland, bróður sinn Ísak Bergmann og líkindi við föður sinn Jóhannes Karl Guðjónsson.
Athugasemdir
banner