Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 26. maí 2023 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daniel Jóhannesson: Nordsjælland best í heimi í að framleiða unga leikmenn
Geggjuð upplifun að spila fyrsta byrjunarliðsleikinn fyrir uppeldisfélagið
Lengjudeildin
Á að baki átta leiki fyrir U17 landsliðið.
Á að baki átta leiki fyrir U17 landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Yngstur sýnilega látinn sjá um boltana og vestin.
Yngstur sýnilega látinn sjá um boltana og vestin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Ingi Jóhannesson var í kvöld í fyrsta sinn í byrjunarliði ÍA í deildarleik á ferlinum. Daniel er sextán ára unglingalandsliðsmaður sem kom við sögu í einum leik á síðasta tímabili og var leikurinn í kvöld fimmti leikurinn ef með eru taldir tveir bikarleikir.

Fótbolti.net ræddi við kappann eftir sigurinn gegn Leikni í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  3 ÍA

„Mér fannst þetta geggjuð upplifun, auðvitað fyrsti byrjunarliðsleikurinn fyrir uppeldisfélagið mitt. Þetta er auðvitað stórt augnablik. Sigurinn gerir þetta bara ennþá betra, þvílíkt sætur sigur, draumur."

„Það er alveg rok upp á Skaga, en þetta var bara geggjað. Ég viðurkenni að þetta var alveg erfitt en þetta var alveg þess virði, unnum leikinn. Mér fannst við gera okkar vel, við hefðum viljað halda boltanum aðeins meira. Ég spilaði úti á kanti, auðvitað vanur að spila á miðjunni en spila bara þar sem þjálfarinn segir mér að spila."


Í ÍA liðinu eru reynsluboltar og þar á meðal er fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Arnór Smárason. Hvernig er að koma inn í þetta ÍA lið?

„Það er hægt að læra mikið af þessum gaurum, ég lít upp til þeirra, hef séð þá spila síðan ég var lítill polli."

Jón Þór Hauksson, þjálfari Daniels, hrósaði honum mikið fyrir spilamennskuna í vetur.

„Ég fékk fullt af tækifærum og mér fannst ég nýta þau tækifæri mjög vel. Gaman að fá traustið frá þjálfaranum." Að spila með ÍA var ekki það eina sem Daniel gerði í vetur því hann fór einnig á reynslu til FC Nordsjælland og FC Kaupmannahafnar í Danmörku.

Hann tók ákvörðun fyrr í þessum mánuði að næsta skref á hans ferli yrði að spila með Nordsjælland og fer hann til Danmerkur í sumar.

„Ég fór í mars og ég var mjög ánægður hvernig þeir tóku á móti mér og sýndu mér hvernig klúbburinn væri. Mér leist bara helvíti vel á þetta."

En hvað hefur Nordsjælland fram yfir FCK?

„Það er erfitt að segja. Þeir eru bestir í heimi í að framleiða unga leikmenn, bestir í að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Það var það sem heillaði mig."

„Nei, ég tók bara þessa ákvörðun sjálfur,"
sagði Daniel aðspurður hvort einhver einn frekar en annar hefði hjálpað honum með þessa ákvörðun. „Ég fer í U19 liðið til að byrja með og svo vonandi sem fyrst upp í aðalliðið," sagði Daniel.

Í viðtalinu var hann nánar spurður út í Nordsjælland, bróður sinn Ísak Bergmann og líkindi við föður sinn Jóhannes Karl Guðjónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner