Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
Siggi Höskulds svekktur: Ekki alveg búinn að ná stjórn á tilfinningunum
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
„Held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda"
Katrín komin til baka: Í fyrsta skipti að upplifa svona mikla samkeppni
Nik eftir enn einn sigurleikinn: Gefur mér meiri hausverk
Arnór Ingvi: Getum ekki komið tveimur dögum seinna og látið rústa okkur
Sverrir hrósaði Valgeiri - „Ekki auðveldar aðstæður"
Stefán Teitur svekktur að skora ekki - „Tekur þetta með litla puttanum"
Kristian Hlyns: Holland getur farið alla leið á EM
Van Dijk eins og Rolls Royce - „Gefur þeim sjálfstraust eftir að þeir sáu að við unnum England"
Daníel fer líklega á láni í sumar - „Ég segi bara takk við hann"
Gylfi Sig: Ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót
Ásgeir Páll: Getum bara verið stoltir af frammistöðunni
Adam Ægir: Maður er athyglissjúkur
Haraldur Freyr: Fórum með þetta eins langt og hægt var
   sun 26. maí 2024 19:48
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Við vildum koma inn af krafti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jökull Elísabetarsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans sigraði KA 5-0 í Garðarbænum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 KA

„Þetta kannski leit út fyrir það (að vera auðvelt). Mér fannst þeir alveg sækja þannig að þeir hefðu getað sett mark og eru með góða leikmenn. Mér leið alveg eins og þeir hefðu getað komið sér inn í leikinn en svo vorum við bara sterkir. Við vorum sterkir varnarlega líka. Það lítur út fyrir að við höfum verið mjög beittir sóknarlega sem við vorum en varnarlega vorum við það líka. Þannig ég var ánægður með það."

Stjarnan skoraði á 3. mínútu fyrri hálfleiks og 3. mínútu seinni hálfleiks. Þeir komu sterkir inn í báða hálfleikana sem gerði KA mönnum erfitt fyrir.

„Við ræddum alveg fyrir leik að við vildum koma inn af krafti. Við gerðum það svo sem í síðasta leik líka, en við fáum samt mark snemma á okkur í seinasta leik, sem við erum auðvitað ekki ánægðir með. Maður er aldrei ánægður að fá á sig mörk, en kannski hvernig það kom. Við vildum koma inn af krafti það er alveg ljóst."

Alexander Máni Guðjónsson fékk sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni en hann er aðeins 14 ára gamall og var það stór stund fyrir strákinn.

„Hann er bara búinn að vinna fyrir þessu, er með einstakt hugarfar og er bara vel gefinn ungur maður. Þannig að það er alltaf gaman þegar þannig gæjar koma upp. Það er annar sem fékk ekki að koma inn á, Elvar Máni. Hann líka bara lét til sín taka, hann lét finna fyrir sér. Auðvitað vann ekki allar barátturnar svona líkamlega, en bara virkilega gaman að sjá hann."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner