Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   lau 26. september 2020 20:01
Helga Katrín Jónsdóttir
Kjartan: Veit ekki betur en að við höfum að stórum hluta verið að spila á móti íslenska landsliðinu í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir tók í dag á móti toppliði Vals í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Valsstelpur stórsigur og styrktu þar með stöðu sína á toppnum. Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var nokkuð brattur eftir leik þrátt fyrir slæmt tap:

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Valur

"Þetta var fullstórt en ég held að ansi margir leikmenn hafi fengið sinn fyrsta leik í kvöld og ég var virkilega ánægður með þær. Þetta er búin að vera svolítil bras vika, sóttkví, meiðsli, spjöld og alls konar. Við vissum hvernig þessi leikur gæti farið og vorum alveg undirbúin undir það"
 
"Við erum  með alltof marga 2. flokks leikmenn í kringum okkur sem hafa ekki verið á æfingum hjá okkur og við erum að spila svoleiðis í dag. Það er kannski klikkið. Við erum búin að missa svolítið marga menn úr byrjunarliðinu, vorum að telja 6-7 sem er svolítið mikið fyrir okkur. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið fínn leikur en kannski ágætis leikur í reynslubankann þar sem við erum að láta unga leikmenn fara inná og fá reynslu og vonandi skilar það sér."

Er Kjartan sáttur með gengi síns liðs í sumar?
 
"Ég get ekki verið ósáttur. Ég hefði átt að vinna fleiri stig í sumum leikjum en mér hefur líka verið sagt að við höfum tekið þónokkur stig sem við áttum ekki að fá. Við höfum bæði átt góða leiki en líka ansi slaka."

Hvað þarf að gera til að brúa bilið á milli efstu tveggja liðanna og næstu liða?
 
"Ef einhver myndi hugsanlega skína í Fylki þá er hún líklegast komin í Breiðablik eða Val. Það er sennilega það sem segir til um hvort þetta bil verði eitthvern tímann brúað. Þessi deild hefur aldrei verið sterkari og jafnari og fullt af flottum liðum sem er mjög jákvætt. Við sjáum nú hvað íslenska landsliðið var að gera, veit ekki betur en að við höfum að stórum hluta verið að spila á móti þeim í dag. Stelpur sem hafa verið að spila í 3. Og 2. flokki voru að stíga sín fyrstu skref í dag og stóðu bara seinni hálfleikinn ágætlega miðað við íslenska landsliðið."

Athugasemdir
banner
banner