Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   lau 26. september 2020 20:01
Helga Katrín Jónsdóttir
Kjartan: Veit ekki betur en að við höfum að stórum hluta verið að spila á móti íslenska landsliðinu í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir tók í dag á móti toppliði Vals í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Valsstelpur stórsigur og styrktu þar með stöðu sína á toppnum. Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var nokkuð brattur eftir leik þrátt fyrir slæmt tap:

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Valur

"Þetta var fullstórt en ég held að ansi margir leikmenn hafi fengið sinn fyrsta leik í kvöld og ég var virkilega ánægður með þær. Þetta er búin að vera svolítil bras vika, sóttkví, meiðsli, spjöld og alls konar. Við vissum hvernig þessi leikur gæti farið og vorum alveg undirbúin undir það"
 
"Við erum  með alltof marga 2. flokks leikmenn í kringum okkur sem hafa ekki verið á æfingum hjá okkur og við erum að spila svoleiðis í dag. Það er kannski klikkið. Við erum búin að missa svolítið marga menn úr byrjunarliðinu, vorum að telja 6-7 sem er svolítið mikið fyrir okkur. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið fínn leikur en kannski ágætis leikur í reynslubankann þar sem við erum að láta unga leikmenn fara inná og fá reynslu og vonandi skilar það sér."

Er Kjartan sáttur með gengi síns liðs í sumar?
 
"Ég get ekki verið ósáttur. Ég hefði átt að vinna fleiri stig í sumum leikjum en mér hefur líka verið sagt að við höfum tekið þónokkur stig sem við áttum ekki að fá. Við höfum bæði átt góða leiki en líka ansi slaka."

Hvað þarf að gera til að brúa bilið á milli efstu tveggja liðanna og næstu liða?
 
"Ef einhver myndi hugsanlega skína í Fylki þá er hún líklegast komin í Breiðablik eða Val. Það er sennilega það sem segir til um hvort þetta bil verði eitthvern tímann brúað. Þessi deild hefur aldrei verið sterkari og jafnari og fullt af flottum liðum sem er mjög jákvætt. Við sjáum nú hvað íslenska landsliðið var að gera, veit ekki betur en að við höfum að stórum hluta verið að spila á móti þeim í dag. Stelpur sem hafa verið að spila í 3. Og 2. flokki voru að stíga sín fyrstu skref í dag og stóðu bara seinni hálfleikinn ágætlega miðað við íslenska landsliðið."

Athugasemdir
banner
banner