Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 26. september 2020 20:01
Helga Katrín Jónsdóttir
Kjartan: Veit ekki betur en að við höfum að stórum hluta verið að spila á móti íslenska landsliðinu í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir tók í dag á móti toppliði Vals í Pepsi-Max deild kvenna. Þar unnu Valsstelpur stórsigur og styrktu þar með stöðu sína á toppnum. Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var nokkuð brattur eftir leik þrátt fyrir slæmt tap:

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  7 Valur

"Þetta var fullstórt en ég held að ansi margir leikmenn hafi fengið sinn fyrsta leik í kvöld og ég var virkilega ánægður með þær. Þetta er búin að vera svolítil bras vika, sóttkví, meiðsli, spjöld og alls konar. Við vissum hvernig þessi leikur gæti farið og vorum alveg undirbúin undir það"
 
"Við erum  með alltof marga 2. flokks leikmenn í kringum okkur sem hafa ekki verið á æfingum hjá okkur og við erum að spila svoleiðis í dag. Það er kannski klikkið. Við erum búin að missa svolítið marga menn úr byrjunarliðinu, vorum að telja 6-7 sem er svolítið mikið fyrir okkur. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið fínn leikur en kannski ágætis leikur í reynslubankann þar sem við erum að láta unga leikmenn fara inná og fá reynslu og vonandi skilar það sér."

Er Kjartan sáttur með gengi síns liðs í sumar?
 
"Ég get ekki verið ósáttur. Ég hefði átt að vinna fleiri stig í sumum leikjum en mér hefur líka verið sagt að við höfum tekið þónokkur stig sem við áttum ekki að fá. Við höfum bæði átt góða leiki en líka ansi slaka."

Hvað þarf að gera til að brúa bilið á milli efstu tveggja liðanna og næstu liða?
 
"Ef einhver myndi hugsanlega skína í Fylki þá er hún líklegast komin í Breiðablik eða Val. Það er sennilega það sem segir til um hvort þetta bil verði eitthvern tímann brúað. Þessi deild hefur aldrei verið sterkari og jafnari og fullt af flottum liðum sem er mjög jákvætt. Við sjáum nú hvað íslenska landsliðið var að gera, veit ekki betur en að við höfum að stórum hluta verið að spila á móti þeim í dag. Stelpur sem hafa verið að spila í 3. Og 2. flokki voru að stíga sín fyrstu skref í dag og stóðu bara seinni hálfleikinn ágætlega miðað við íslenska landsliðið."

Athugasemdir
banner