Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 26. október 2024 17:15
Sverrir Örn Einarsson
Theodór Elmar: Stoltur af öllu sem ég hef gert á mínum ferli
Theodór Elmar Bjarnason fagnar markametshafa Bestu deildarinnar.
Theodór Elmar Bjarnason fagnar markametshafa Bestu deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tímamót á ferli Theodórs Elmars Bjarnasonar í dag er hann lék sinn síðasta leik sem leikmaður á ferlinum þegar lið hans KR vann stórsigur á liði HK á Avis-vellinum í Laugardal í dag. Theodór sem er uppalinn í KR lauk ferlinum með uppeldisfélaginu og tekur nú við nýrri stöðu þar sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara liðsins. Theodór var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

„Mér líður mjög vel og er stoltur af öllu því sem ég hef gert á mínum ferli. Mér finnst frábært að geta endað hann í mínum uppeldisklúbbi og að skilja við liðið í því standi sem það er núna er bara frábært og ég er að fara vinna áfram með þessum strákum.“
Sagði Theodór um endalok leikmanna ferils síns.

Theodór fékk væna kveðjugjöf frá liðsfélögum sínum í KR í dag en liðið vann þar stórsigur á HK líkt og fyrr segir 7-0. Varla hægt að gera betur en það?

„Sérstakt að vera að skora svona mikið í öðrum hverjum leik. Við erum búnir að leggja grunninn að þessu alveg frá því að Óskar tók við. Eftir það höfum við átt skilið að vinna nánast hvern einasta leik nema kannski leikinn gegn Víkingum þar sem við féllum undir okkar eigin viðmið.“

Nú þegar skórnir eru á leið upp í hillu og verkefni vetrarins önnur en sem leikmaður. Léttir að vera ekki að fara í undirbúningstímabil og þá vinnu sem fylgir?

„Það vóg þungt í þessari ákvörðun. Ef maður finnur ekki drifkraftinn í að mæta hundrað prósent á og þá sérstaklega á mínum aldri þegar maður þarf að hafa helmingi meira fyrir því en þessir ungu strákar til að vera á sama stað. Ég fann það ekki alveg í mér að ég væri til í einn vetur enn þannig.“

„Fótbolti snýst svo bara um tímasetningar og þetta starf og að vinna með Óskari sem bauðst þá gat ég ekki annað en tekið því. “

Sagði Theodór Elmar en allt viðtalið við hann má nálgast í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner