Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   lau 26. október 2024 17:15
Sverrir Örn Einarsson
Theodór Elmar: Stoltur af öllu sem ég hef gert á mínum ferli
Theodór Elmar Bjarnason fagnar markametshafa Bestu deildarinnar.
Theodór Elmar Bjarnason fagnar markametshafa Bestu deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tímamót á ferli Theodórs Elmars Bjarnasonar í dag er hann lék sinn síðasta leik sem leikmaður á ferlinum þegar lið hans KR vann stórsigur á liði HK á Avis-vellinum í Laugardal í dag. Theodór sem er uppalinn í KR lauk ferlinum með uppeldisfélaginu og tekur nú við nýrri stöðu þar sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara liðsins. Theodór var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

„Mér líður mjög vel og er stoltur af öllu því sem ég hef gert á mínum ferli. Mér finnst frábært að geta endað hann í mínum uppeldisklúbbi og að skilja við liðið í því standi sem það er núna er bara frábært og ég er að fara vinna áfram með þessum strákum.“
Sagði Theodór um endalok leikmanna ferils síns.

Theodór fékk væna kveðjugjöf frá liðsfélögum sínum í KR í dag en liðið vann þar stórsigur á HK líkt og fyrr segir 7-0. Varla hægt að gera betur en það?

„Sérstakt að vera að skora svona mikið í öðrum hverjum leik. Við erum búnir að leggja grunninn að þessu alveg frá því að Óskar tók við. Eftir það höfum við átt skilið að vinna nánast hvern einasta leik nema kannski leikinn gegn Víkingum þar sem við féllum undir okkar eigin viðmið.“

Nú þegar skórnir eru á leið upp í hillu og verkefni vetrarins önnur en sem leikmaður. Léttir að vera ekki að fara í undirbúningstímabil og þá vinnu sem fylgir?

„Það vóg þungt í þessari ákvörðun. Ef maður finnur ekki drifkraftinn í að mæta hundrað prósent á og þá sérstaklega á mínum aldri þegar maður þarf að hafa helmingi meira fyrir því en þessir ungu strákar til að vera á sama stað. Ég fann það ekki alveg í mér að ég væri til í einn vetur enn þannig.“

„Fótbolti snýst svo bara um tímasetningar og þetta starf og að vinna með Óskari sem bauðst þá gat ég ekki annað en tekið því. “

Sagði Theodór Elmar en allt viðtalið við hann má nálgast í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner