Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 26. nóvember 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Bestu bakverðirnir í deildinni ásamt Birki félaga mínum"
Karl og Davíð
Karl og Davíð
Mynd: Víkingur R.
„Það er mín skoðun að þetta eru tveir bestu hægri bakverðirnir í deildinni ásamt, ég get náttúrulega ekki skilið Birki [Má Sævarssyni] félaga min eftir, en þeir eru báðir á góðum aldri og Kalli er framtíðin. Davíð er með gríðarlega reynslu og frábær bakvörður," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, eftir að þeir Davíð Örn Atlason og Karl Friðleifur Gunnarsson voru tilkynntir sem nýir leikmenn félagsins.

„Þeir geta báðir leyst aðrar stöður á vellinum. Kalli getur verið framar, báðir spilað sem hafsentar og vinstri bakverðir. Við erum að reyna styrkja liðið okkar heilt yfir."

Bæði Davíð og Kalli koma frá Breiðabliki. Var þægilegt að eiga í viðskiptum við Blika?

„Þetta tók svolítinn tíma en hafðist allt á endanum. Það voru mjög góð samskipti á milli okkar og Breiðabliks."

„Ég er núna til að byrja með aðeins á hliðarlínunni, læri af Heimi [Gunnlaugssyni], sé hvernig hann vinnur hlutina og að komast í samskipti við þá sem hann á í samskiptum við. Þetta er mjög skemmtilegt starf og ég hlakka til að vera meira inn í þessum málum."

Kári segir ekkert því til fyrirstöðu að þeir Davíð og Karl spili sitthvora stöðuna. „Við erum með fjóra bakverði núna en maður veit aldrei hvað gerist í leikmannamálum. Það er verið að sniffa í kringum okkar leikmenn, erlendis frá, og við verðum að reikna með því að leikmenn gætu farið. Þetta er 40 leikja tímabil, það má ekki gleyma því að það lengist töluvert. Við þurfum stóran hóp og því meiri gæði því betra."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Kalli: Sá ekki fyrir mér að vera áfram hjá Breiðabliki
Davíð bað um að fara: Heima er best
Athugasemdir
banner