Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 26. nóvember 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Bestu bakverðirnir í deildinni ásamt Birki félaga mínum"
Karl og Davíð
Karl og Davíð
Mynd: Víkingur R.
„Það er mín skoðun að þetta eru tveir bestu hægri bakverðirnir í deildinni ásamt, ég get náttúrulega ekki skilið Birki [Má Sævarssyni] félaga min eftir, en þeir eru báðir á góðum aldri og Kalli er framtíðin. Davíð er með gríðarlega reynslu og frábær bakvörður," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, eftir að þeir Davíð Örn Atlason og Karl Friðleifur Gunnarsson voru tilkynntir sem nýir leikmenn félagsins.

„Þeir geta báðir leyst aðrar stöður á vellinum. Kalli getur verið framar, báðir spilað sem hafsentar og vinstri bakverðir. Við erum að reyna styrkja liðið okkar heilt yfir."

Bæði Davíð og Kalli koma frá Breiðabliki. Var þægilegt að eiga í viðskiptum við Blika?

„Þetta tók svolítinn tíma en hafðist allt á endanum. Það voru mjög góð samskipti á milli okkar og Breiðabliks."

„Ég er núna til að byrja með aðeins á hliðarlínunni, læri af Heimi [Gunnlaugssyni], sé hvernig hann vinnur hlutina og að komast í samskipti við þá sem hann á í samskiptum við. Þetta er mjög skemmtilegt starf og ég hlakka til að vera meira inn í þessum málum."

Kári segir ekkert því til fyrirstöðu að þeir Davíð og Karl spili sitthvora stöðuna. „Við erum með fjóra bakverði núna en maður veit aldrei hvað gerist í leikmannamálum. Það er verið að sniffa í kringum okkar leikmenn, erlendis frá, og við verðum að reikna með því að leikmenn gætu farið. Þetta er 40 leikja tímabil, það má ekki gleyma því að það lengist töluvert. Við þurfum stóran hóp og því meiri gæði því betra."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Kalli: Sá ekki fyrir mér að vera áfram hjá Breiðabliki
Davíð bað um að fara: Heima er best
Athugasemdir