Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. febrúar 2021 10:02
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Kári Árna hefur áhuga á stöðu yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ
Kári hefur leikið 86 landsleiki fyrir Ísland.
Kári hefur leikið 86 landsleiki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eins og staðan er núna þá hef ég meiri áhuga á yf­ir­sýn og stefnu­mót­un á breiðari grund­velli og það má al­veg koma fram hér að ég hef augastað á starfi yf­ir­manns knatt­spyrnu­mála hjá KSÍ," segir Kári Árnason þegar hann er spurður að því hvort hugur hans leiti í þjálfun.

Kári er í ítarlegu viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

„Ég hef séð og lært margt á löng­um ferli í at­vinnu­mennsku og verið part­ur af bæði versta og lang­besta landsliði Íslands­sög­unn­ar og hef því þann sam­an­b­urð. Ég brenn fyr­ir knatt­spyrn­unni í land­inu og tel mig hafa margt fram að færa; ekki bara fyr­ir ein­staka klúbba held­ur þegar kem­ur að mót­un heild­ar­stefnu til framtíðar."

Kári segir að innan KSÍ sé fólk meðvitað um áhuga hans á starfi yfirmanns fótboltamála. Arnar Þór Viðarsson hefur verið í starfinu og stýrir því núna áfram til bráðabirgða. Eftir að Arnar tók við A-landsliðinu er þó ljóst að nýr aðili verður ráðinn í stöðuna síðar á þessu ári.

Kári er 38 ára og er enn að með Víkingi Reykjavík. Landsliðsskórnir eru ekki farnir formlega á hilluna þó hann hefur talað um að hann telji ólíklegt að kraftar hans verði nýttir áfram á þeim vettvangi.

„Ef landsliðsferli mín­um er lokið þá er hon­um bara lokið og ég mun alls ekki móðgast þótt ég verði ekki val­inn. Á móti kem­ur að lítið hef­ur breyst hjá mér á þess­um þrem­ur mánuðum. Ég er í svipuðu standi núna og í nóv­em­ber þegar ástæða þótti til að velja mig," segir Kári við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.
Athugasemdir
banner
banner