Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 27. mars 2021 17:45
Hafliði Breiðfjörð
Jerevan í Armeníu
Aron Einar: Völlurinn er fínn undir snjónum
Icelandair
Aron Einar á æfingu Íslands í snjónum í Jerevan í dag.
Aron Einar á æfingu Íslands í snjónum í Jerevan í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum vanir ýmsu sem betur fer og látum ekki snjó stoppa okkur," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í Jerevan í Armeníu í dag.

Ísland mætir þar heimamönnum í undankeppni HM 2022 klukkan 16:00 á morgun og þegar liðið mætti á æfingu dagsins snjóaði mikið og völlurinn var alhvítur.

„Völlurinnn er samt fínn undir og ekkert alltof linur eða neitt. Það á víst að hlýna á morgun og vonandi verður hann ekki of linur og blautur. En við breytum því ekki. Við erum bara einbeittir á að ná í góð úrslit. Það skiptir okkur mestu máli. Það var ágætt að fá smá sjó framan í okkur og vekja okkur aðeins. Í skólanum í gamla daga í frímínútum var allt á kafi í snjó ég er vanur þessu."

Íslenska liðið tapaði 3 - 0 fyrir Þjóðverjum í Duisburg á fimmtudaginn og í fundaði svo seinnipartinn í dag.

„Við fórum yfir leikinn gegn Þýskalandi á fundi. Það er ýmislegt sem við gátum tekið úr því og margt sem við getum betrumbætt í ýmsum hreyfingum og varnarhlutverkum og plássi á milli lína. Það var fínn fundur sem tekur okkur inn í næsta leik og það sem þarf að bæta."

„Við erum að mæta liði sem er fullt sjálfstraust. Þeir komu til baka á sama tíma og við í gær með sjálfstraust eftir 1-0 sigur á Liectenstein. Þeir hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum svo það er hugur í þeim. Við vitum að þeir koma til með að mæta okkur dýrvitlausir á morgun og vilja pottþétt ná í stig á heimavelli og halda áfram. Við verðum að mæta þeim af krafti."


Hvað veistu um armenska liðið, verðum við meira með boltann í þessum leik?
„Þeir pressa vel saman sem lið, og eru vel skipulagðir. Þeir eru með flinka menn fram á við sem við þurfum að hafa gætur á. Um leið og við fáum ró í okkar leik sem gerðist í leiknum á móti Þýskalandi en ekki nógu oft, þá náðum við að komast á milli lína og spila okkur í gegn. Við fengum nokkur hálffæri, þurftum að gera meira af því á morgun og vera rólegir á boltann og afslappaðir. Af sama skapi þurfum við að vera agrressívir og mæta þeim af fullum krafti því þeir koma til með að gera það við okkur á morgun."

Nánar er rætt við Aron í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner