Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 27. mars 2021 17:45
Hafliði Breiðfjörð
Jerevan í Armeníu
Aron Einar: Völlurinn er fínn undir snjónum
Icelandair
Aron Einar á æfingu Íslands í snjónum í Jerevan í dag.
Aron Einar á æfingu Íslands í snjónum í Jerevan í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum vanir ýmsu sem betur fer og látum ekki snjó stoppa okkur," sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í Jerevan í Armeníu í dag.

Ísland mætir þar heimamönnum í undankeppni HM 2022 klukkan 16:00 á morgun og þegar liðið mætti á æfingu dagsins snjóaði mikið og völlurinn var alhvítur.

„Völlurinnn er samt fínn undir og ekkert alltof linur eða neitt. Það á víst að hlýna á morgun og vonandi verður hann ekki of linur og blautur. En við breytum því ekki. Við erum bara einbeittir á að ná í góð úrslit. Það skiptir okkur mestu máli. Það var ágætt að fá smá sjó framan í okkur og vekja okkur aðeins. Í skólanum í gamla daga í frímínútum var allt á kafi í snjó ég er vanur þessu."

Íslenska liðið tapaði 3 - 0 fyrir Þjóðverjum í Duisburg á fimmtudaginn og í fundaði svo seinnipartinn í dag.

„Við fórum yfir leikinn gegn Þýskalandi á fundi. Það er ýmislegt sem við gátum tekið úr því og margt sem við getum betrumbætt í ýmsum hreyfingum og varnarhlutverkum og plássi á milli lína. Það var fínn fundur sem tekur okkur inn í næsta leik og það sem þarf að bæta."

„Við erum að mæta liði sem er fullt sjálfstraust. Þeir komu til baka á sama tíma og við í gær með sjálfstraust eftir 1-0 sigur á Liectenstein. Þeir hafa unnið fjóra af síðustu sex leikjum svo það er hugur í þeim. Við vitum að þeir koma til með að mæta okkur dýrvitlausir á morgun og vilja pottþétt ná í stig á heimavelli og halda áfram. Við verðum að mæta þeim af krafti."


Hvað veistu um armenska liðið, verðum við meira með boltann í þessum leik?
„Þeir pressa vel saman sem lið, og eru vel skipulagðir. Þeir eru með flinka menn fram á við sem við þurfum að hafa gætur á. Um leið og við fáum ró í okkar leik sem gerðist í leiknum á móti Þýskalandi en ekki nógu oft, þá náðum við að komast á milli lína og spila okkur í gegn. Við fengum nokkur hálffæri, þurftum að gera meira af því á morgun og vera rólegir á boltann og afslappaðir. Af sama skapi þurfum við að vera agrressívir og mæta þeim af fullum krafti því þeir koma til með að gera það við okkur á morgun."

Nánar er rætt við Aron í spilaranum að ofan.
Athugasemdir