Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 27. apríl 2019 17:18
Sverrir Örn Einarsson
Gústi: Höfum strögglað í æfingaleikjunum
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Blikar gerðu góða ferð suður með sjó og sóttu 3 stig til Grindavíkur í dag. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik við erfiðar aðstæður skoruðu Blikar tvívegis í seinni hálfleik og sigldu sigrinum heim í Kópavoginn.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Breiðablik

„Þetta var erfið fæðing, Grindvíkingar komu vel gíraðir inní þennan leik varnarlega og þéttu vel varnarleikinn hjá sér og við náðum illa að brjóta þá en við vorum í fyrri hálfleik með vindi og ég hefði viljað að við hefðum skapað okkur fleiri færi og afgerandi.“
Sagði Gústi um þróun leiksins í dag.

Athygli vakti fyrir leik að þrír leikmenn sem hafa gengið til liðs við Blika síðustu daga voru allir í byrjunarliðinu

„Við erum búnir að vera ströggla í æfingaleikjunum undanfarið og mér fannst það réttast að koma þeim inn og þeir voru ferskir og bara fínt fyrir hópinn og liðið að fá þá beint inn.“

Jonathan Hendrickx er eins og komið hefur fram líklega á förum frá Breiðablik i sumar og lá því beint við að spurja hvort Ágúst væri að leita að frekari styrkingu í hans stað

„Já það er líklegt að hann fari í glugganum til Belgíu hans heimalands og það er félag þar sem vill fá hann og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann fari þangað og njóti þess en við erum að skoða styrkingar líka áfram og Jonathan er frábær leikmaður og hefur nýst okkur gríðarlega vel þannig að við finnum góðann mann fyrir hann.“

Sagði Ágúst Gylfason en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner