Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   lau 27. apríl 2019 17:18
Sverrir Örn Einarsson
Gústi: Höfum strögglað í æfingaleikjunum
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks
Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Blikar gerðu góða ferð suður með sjó og sóttu 3 stig til Grindavíkur í dag. Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik við erfiðar aðstæður skoruðu Blikar tvívegis í seinni hálfleik og sigldu sigrinum heim í Kópavoginn.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  2 Breiðablik

„Þetta var erfið fæðing, Grindvíkingar komu vel gíraðir inní þennan leik varnarlega og þéttu vel varnarleikinn hjá sér og við náðum illa að brjóta þá en við vorum í fyrri hálfleik með vindi og ég hefði viljað að við hefðum skapað okkur fleiri færi og afgerandi.“
Sagði Gústi um þróun leiksins í dag.

Athygli vakti fyrir leik að þrír leikmenn sem hafa gengið til liðs við Blika síðustu daga voru allir í byrjunarliðinu

„Við erum búnir að vera ströggla í æfingaleikjunum undanfarið og mér fannst það réttast að koma þeim inn og þeir voru ferskir og bara fínt fyrir hópinn og liðið að fá þá beint inn.“

Jonathan Hendrickx er eins og komið hefur fram líklega á förum frá Breiðablik i sumar og lá því beint við að spurja hvort Ágúst væri að leita að frekari styrkingu í hans stað

„Já það er líklegt að hann fari í glugganum til Belgíu hans heimalands og það er félag þar sem vill fá hann og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann fari þangað og njóti þess en við erum að skoða styrkingar líka áfram og Jonathan er frábær leikmaður og hefur nýst okkur gríðarlega vel þannig að við finnum góðann mann fyrir hann.“

Sagði Ágúst Gylfason en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner