Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 27. maí 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Phillips: Mun vera í eins góðu formi og hægt er
Mynd: EPA

Kalvin Phillips miðjumaður Manchester City er svekktur með fyrsta árið sitt hjá félaginu.


Þessi 27 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við félagið í sumar frá Leeds og skrifaði undir sex ára samning.

Hann hefur verið að kljást við meiðsli á þessari leiktíð og eftir HM sagði Pep Guardiola að hann væri of þungur. Hann hefur aðeins komið við sögu í 20 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð.

Hann er þó bjartsýnn fyrir næsta tímabil.

„Ég hlakka til að eyða fimm góðum árum hérna hjá Manchester City. Ég kom hingað til að vinna titla og spila fótbolta, ég hef ekki gert eins mikið og ég vildi á þessari leiktíð. Ég mun vera í eins góðu formi og hægt er á undirbúningstímabilinu," sagði Phillips


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner